fbpx

12 DAGAR

image

… í að ég flytji til Barcelona (!)

Ég hef aldrei komið til Barcelona og væri MJÖG til í að heyra frá ykkur.

Uppáhaldsveitingastaðir, hlutir til að gera, búðir, hverfi, strendur, söfn – hvað sem er !

x hilrag.

BIEBER FEVER

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Marí

    12. September 2016

    Foc, Udon og MakaMaka eru æðislegir veitingarstaðir í Barcelona! Mæli líka mikið með að taka með þér hjól út eða kaupa úti ef þú hefur efni á því það er besta leiðin að mínu mati til að komast á milli staða.

  2. Svana

    12. September 2016

    Mér fannst Casa batllo ótrúlega flott, svo Gaudi garðurinn og Sagrada Familia, skoðaði hana reyndar bara að utan og svo auðvitað Ramblan. Fór í tvær verslunarmiðstöðvar en man ekki hvað þær heita, önnur þeirra var við höfnina. Og svo passa sig á vasaþjófunum og ekki leggja neitt verðmætt frá sér! Mér skilst að þeir vinni oft tveir saman (eða jafnvel fleiri), annar truflar og hinn stelur verðmætum, við lentum næstum í því að síma, kortum og pening væri stolið af okkur!

  3. HIldur

    13. September 2016

    ég VERD ad mæla med mount tibidabo og skemmtigardinum og kirkjunni thar uppi! Gedveikt útsýni og ótrúlega fallegt :)

  4. Tinna

    13. September 2016

    Það er æðislegt að kíkja niður á Barceloneta ströndina og setjast niður á La Deliciosa sem er flottur veitingastaður & bar. Rosa gott að borða þar og þeir gera æðislega kokteila. Svo aðeins lengra meðfram ströndinni (á vinstri hönd) er staður sem heitir Salamanca sem er rosalega vinsæll meðal Spánverja. Þeir framreiða bestu paellur sem ég hef smakkað! Pínu dýr staður en svo þess virði. Svo aðeins frá ströndinni er fullt af góðum og ódýrari stöðum. Myndi líka koma við á W hotel og setjast í drykk á barnum við sundlaugina. Hip og kúl hótel og geggjað útsýni yfir ströndina þaðan.
    Svo er einn staður sem er algjört möst og það er Sagardi í gotneska hverfinu. Það er baskneskur tapas bar þar sem maður er heppinn ef maður fær sæti, annars stendur maður bara og þjónarnir ganga um á milli fólks og bjóða hina ýmsu tapasrétti. Þú bara heldur svo upp á tannstönglana sem komu með tapasréttum og borgar svo eftir því hvað þú ert með marga tannstöngla. Alltaf troðið þarna og æðislega skemmtileg stemning :) Þessi borg hefur basically allt! Geggjaðan mat, æðislegt umhverfi, flotta strönd (ef þú leiðir hjá þér áreitið af faransölufólkinu… “mojito, mojito!…. “cerveza, cerveza!”), skemmtilegt fólk, o.s.frv… o.s.frv. Have fun!! :)

  5. Hilrag

    14. September 2016

    takk kærlega fyrir öll þessi tips! ég tjékka á þessu öllu!
    xx

  6. Margrét

    14. September 2016

    Mig dreymir ennþá um hráskinkuna á veitingstað sem heitir Elsa y Fred. Hrikalega krúttlegur staður og æðislegur matur. Síðan verð ég að mæla með hamborgara á stað sem heitir Bacoa little. Barcelona er án efa uppáhalds borgin mín. Hvernig kemur til að þú ert að fara að flytja þangað?

    • Hilrag

      14. September 2016

      takk fyrir þetta – ég er að fara í nám í skóla sem heitir IED – mjög spennandi allt saman :)

      • Margrét

        15. September 2016

        Vá, en gaman! :) Hversu langt er námið?

        • Hilrag

          16. September 2016

          já takk! Ég er rosa spennt, þetta er 3 ára nám (BA) í fashion Marketing & communication

  7. Jóna

    4. October 2016

    Hæhæ ég bý í Barcelona og þér er velkomið að hafa samband, ég setti emalið mitt, svo þú ættir að sjá það (vona að engnn annar sjái það) og ég sendi þér facebook línu í gegnum lokaða íbúahópinn