fbpx

Nýtt í snyrtibuddunni

FarðarHúðMake Up StoremakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Það kom mér á óvart hversu fáir lesendur tilnefndu tegund af kremfarða þegar ég bað um þær vegna verðlaunanna sem ég stóð fyrir á síðunni núna um áramótin. Kremfarðar eru mjög skemmtilegir þar sem þeir eru svona mitt á milli þess að vera með púður og fljótandi farði. Að mínu mati eru þeir farðar sem gefa mestu þekju og hylja langbest kremfarðar. Það var einn kremfarði sem fékk eiginlega allar tilnefningarnar í verðlaununum en ég ákvað að það væri kominn tími til að fara aðeins yfir fleiri frábæra kremfarða sem eru fáanlegir hér á Íslandi.

Fyrstur á dagskrá er Studio Foundation farðinn frá Make Up Store. Fyrst langar mig að segja að hann er fáanlegur í ótrúlega mörgum litum. Mér finnst ótrúlega oft vanta uppá litaúrval hjá merkjunum hér á Íslandi en venjulega er það af því að það er bara of mikið fyrir merkin hér að taka inn mikið af litum svo nokkrir eru valdir út. Áferðin á farðanum er fáránlega þétt – eins og þið sjáið á myndunum hér fyrir neðan.

Hér sjáið þið hvernig farðinn lítur út hann er innst inní búðinni, hægra megin þegar þið labbið inní búðina hjá merkinu í Smáralind.
farðimus2Hér er ég búin að bera farðann á vinstiri hlið andlitsins – ég er farin að hafa það að markmiði að sýna ykkur eins vel og ég get hvað nákvæmlega snyrtivörurnar eru að gera og hvað þær geta gert. Ef þið færið ykkur aðeins neðar á síðuna þá getið þið séð betur up close hver munurinn nákvæmlega er.farðimus

Ég tók líka aðeins betri nærmyndir til að sýna ykkur nákvæman mun.

Hér er ég með hreina húð…..

farðimus4Hér er ég með farðann á hinni hlið andlitsins – þið sjáið strax kremuðu áferðina sem er komin á húðina. Húðin fær fallega birtu og ótrúlega þétta áferð og svakalega mikla þekju! Roðinn úr húðinni er algjörlega farinn þökk sé gula tóninum í farðanum. Áferð húðarinnar virðist mun sléttari og mýkri. farðimus3

Hér sjáið þið svo förðunarlúkk sem ég gerði með farðanum yfir andlitinu. Ég þurfti ekki að nota neinn hyljara með farðanum. Hann er þannig gerður að ég get bara bætt ofan á þau svæði sem þarf aðeins að bæta á með því að doppa meiri farða t.d. í kringum augun. Svo setti ég bara púður á þau svæði sem ég vildi ekki að glönsuðu of mikið eins og T svæðið og í kringum augun.

farðimus5

Ef þið viljið farða sem hylur vel og gefur þétta áferð en samt mjög fallega þá er Studio farðinn frá Make Up Store eitthvað sem þið ættuð að kíkja á. Ef þið viljið fá léttari þekju þá getið þið notað rakan förðunarbursta til að létta aðeins á áferðinni.

Ég notaði Expert Face burstann frá Real Techniques til að bera farðann á. Hann gefur þessa fallegu þéttu áferð sem farðinn á að gefa á no time. Ég þarf svo endilega að muna að segja ykkur betur frá þessari förðun sem þið sjáið hér fyrir ofan – ég var að reyna að komast í smá vorskap.

EH

Klassískur!

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. eva

    17. January 2014

    myndi hann henta blandaðri húð, combo/oily?

    • Reykjavík Fashion Journal

      17. January 2014

      hmm… það fer eftir því hvort þú fýlir áferðina á húðinni þinni – en plataðu steinunni í Make Up Store til að bera smá af farðanum á húðina þína – röltu um Smáralindina og ef þú fýlar hann skelltu þér þá á hann. Alltaf gott að reyna að fá að prófa nýjar snyrtivörur áður en maður kaupir – just in case ;)

  2. Linda

    17. January 2014

    Sæl elsku Erna – ég er með spurningu til þín. Ég hef verið með krabbamein í mörg ár og er þar af leiðandi búin að vera í alls kyns geisla- og lyfjameðferðum sem fara mjög illa með húðina. Hún er viðkvæm og með miklum roða, smá brennd og stundum myndast blöðrur og þurrkablettir á húðina. Ég hef samt enn mjög gaman af því að mála mig og reyna að vera skvísa en ég hef átt erfitt með að finna þéttan og þekjandi farða sem hylur öll mín lýti án þess að ég líti út eins og ég sé með grímu framan í mér. Dettur þér í hug einhver snilld sem gæti hjálpað mér? Kær kveðja til þín – Linda

    • Reykjavík Fashion Journal

      19. January 2014

      Ég myndi fyrst og fremst mæla með því að þú skoðir vöru sem nefnist DreamTone frá Lancome nr 1 sem vinnur á móti roðanum í húðinni. Reyndar er önnur vara sem hentar þér jafnvel betur að koma í verslanir frá Dior sem heitir Dream Skin. Farðinn sem ég fjalla um hér gæti hentað þér vel einnig er svipaður farði til hjá Bobbi Brown og svo Dream MAtte Mousse frá Maybelline. En mig langar líka að nefna steinefnafarða sem er bæði hægt að fá fljótandi t.d. hjá MAC og í púðurformi eins og frá Youngblood og Bare Minerals. Steinefnafarðar eru lausir við allt aukadótið engin ilmefni og engin olía og margir húðlæknar hafa mælt með svona vörum fyrir viðkvæma húð. Annars verð ég að taka það fram að ég er ekki snyrtifræðingur heldur förðunarfræðingur svo ég er ekki með allt svona nákvæmlega á hreinu. Svo verð ég að bæta því við að það gæti jafnvel verið góð hugmynd að kíkja til húðlæknis sem gæti mögulega leiðbeint þér frekar með hvort það séu eh efni sem þú ættir að varast eða sérstök merki sem henta þér betur en önnur :) Gangi þér ótrúlega vel!

      • Alexandra

        20. January 2014

        Takk kærlega fyrir elsku Erna – hlakka til að fylgjast áfram með þér. Þú gerir dagana mína oft svo bjarta!

  3. Sesselja

    18. January 2014

    Hentar þessi farði húð með rósroða?

    • Reykjavík Fashion Journal

      19. January 2014

      Það er ekki sérstaklega talað um það…. Endilega kíktu á hana Steinunni vinkonu mína sem er verslunarstjóri í Make Up Store og plataðu hana til að segja þér frekar hjá farðanum og að leyfa þér jafnvel að prófa hann ;)

  4. Lovísa

    20. January 2014

    Hefuru einhverntíman bloggað um ”contouring”? Langar svo að prufa það, kemur alltaf svo fínt út á öllum make-up instagram síðunum sem ég elti :)

  5. Lovísa

    23. January 2014

    Snilld, takk fyrir svarið ;)