Eins og ég sagði ykkur frá um daginn þá kíkti ég í smá dress upp leik og myndatöku í Sævar Karl. Mér fannst þetta ekki leiðinlegt – finnst ykkur það nokkuð skrítið;)
Ég er ástfangin af öllu sem þið sjáið hér fyrir neðan og ég er viss um að fleiri flíkur en þessi eina sem rataði heim með mér muni gera það seinna. Ég er mikið að breytast og legg meiri hugsun í flíkurnar sem á kaupi mér og kaupi frekar fáar góðar og kannski aðeins dýrari en margar og ódýrar. Það er hellingur af flíkum á góðu verði inní Sævar Karl frá merkjum eins og T by Alexander Wang og FWSS. Ég mæli með að þið skoðið það sem kemur hér fyrir neðan.
Kósý og kasjúal dress frá merkinu FWSS. Ég get alveg séð mig fyrir mér í vinnunni í þessu flotta dressi. Það er um að gera að nýta fallega kjóla og ekki fela þá inní skáp þangað til næsti flotti viðburður kemur á dagatalið. Bæði kjólinn og peysuna sjáið þið betur neðar á síðunni.
Hrikalega hátíðlegur kjóll úr smiðju FWSS sem er með klauf framan á. Einfaldur kjóll með flottum rennilás sem gerir kjólinn sérstakan.
Draumadressið – fór heim með rauða bolakjólinn frá T by Alexander Wang sem ég er einmitt í í dag. Það var eh sem skrifaði um það um daginn hvað rúllukragapeysur væru flottar við hælaskó – mögulega var það ég ;) Skórnir eru frá Alexander Wang og peysan frá FWSS
Æðislegur kjóll frá merkinu FWSS. Hann er úr mjög þægilegu sniði, hann liggur þétt uppvið búkinn en kemur víður yfir mittið, ermarnar eru alls ekki þröngar svo það er auðvelt að hreyfa sig í honum. Svo er rennilásinn virkilega flottur og gerir helling fyrir kjólinn.
Þessari peysu langar mig að búa í í allan vetur já og þessum skóm en ég vann því miður ekki í lottóinu…
Virkilega fallegur kjóll frá T by Alexander Wang sem er með útsaum á hliðinni, detailarnir á kjólnum sjást alls ekki nógu vel. En það eru án efa smáatriðin sem gera allt fyrir svona einfaldar flíkur.
Kasjúal dress, pils frá T by Alexander Wang sem er á innkaupalistanum mínum á 25.800kr og fallegur basic stuttermabolur frá sama merki. Sjáið þessa skó – sömu og HÉR.
Pilsið frá T by Alexander Wang og hér sjáið þið aftan á fallega kjólinn frá FWSS.
Dásamlega rúllukragapeysan frá FWSS – minnir að hún hafi kostað um 30.000kr.
Dásamleg kápa og gínan í fallegu rúllukragapeysunni frá FWSS – sjúk peysa frá Kenzo.
Húfur og treflar frá FWSS – mér finnst blái liturinn á húfunum ótrúlega fallegur.
Kjóll frá T by Alexander Wang og dress frá Schumacher
Í Sævar Karl fást líka ilmirnir hennar Andreu Maack. Mig langar ótrúlega mikið í einn ilm frá henni sem ég get ómögulega munað hvað heitir. Innan skamms fáið þið samt góða kynningu um ilmina á síðunni minni. Ég er alltaf með opin augun fyrir skemmtilegum ilmum og mér finnst æðislega flott það sem Andrea er að gera.
Svo finnst mér líka bara glösin utan um ilmina svo falleg, einföld og stílhrein og tapparnir eru með marmaraáferðinni sem er svo vinsæl í öllum húsbúnaði um þessar mundir :)
Gerið ykkur endilega ferð niðrá Hverfisgötu þegar þið röltið um Laugaveginn núna næstu daga. Þarna leynast ýmsar gersemar á alls konar verðum. Þar finnið þið líka fallegu naglalökkin frá Deboruh Lipman sem ég hef aðeins skrifað um – HÉR.
EH
Skrifa Innlegg