Loksins er það komið – sýnikennsluvideo fyrir flottan, áberandi eyeliner með spíss. Ég lofa samt að taka það aftur upp því ég ákvað á alltof mörgum stöðum að setja hendina á mér beint fyrir þar sem ég er að reyna að sýna ykkur. Ég tók ekki eftir því fyr en ég var að klippa videoið og ég næ ekki að taka það upp aftur fyrir hátíðirnar, því miður.
En ég nota eyelinertússpenna til að setja línuna – það er uppáhalds tegundin mín af eyeliner. Það eru ýmis merki sem bjóða uppá eyelinerpenna eins og þið sjáið í nýjasta tölublaði Reykjavík Makeup Journal HÉR – ásamt fullt af ráðum um hvernig er hægt að nota eyeliner og svo fer ég aðeins yfir sögu þessa skemmtilegu snyrtivöru. Hér sjáið þið videoið:
Vona að þetta hafi hjálpað ykkur ;)
EH
Skrifa Innlegg