fbpx

Fullkomin vetrarkápa – JÖR

FallegtFashionÍslensk HönnunShop

Þessi dásamlega kápa er efst á óskalistanum mínum fyrir veturinn. Hún er ein af flíkunum úr væntanlegri dömulínu frá JÖR sem var frumsýnd á RFF í byrjun ársins – fréttir af línunni finnið þið HÉR.

Nú þegar eru nokkrar týpur af yfirhöfnum úr línunni komnar til landsins en þær eru vel geymdar á skrifstofu tískuhússins JÖR sem er fyrir ofan verslunina á Laugaveginum. Hér fyrir neðan sjáið þið kápuna sem ég féll fyrir en hún er alveg aðsniðin og sniðið er mjög elegant og hyllir kvenlíkamann. Guðmundi Jörundssyni hefur svo sannarlega tekist vel með sína fystu kvenlínu – sem kemur svo sem ekkert á óvart. En frægustu hönnuðir heims eru flestir karlmenn sem hanna fyrir konur – þeir virðast alveg vera með það á hreinu hvað fer okkur vel. Kápan er hlý og góð og ég fann það að þetta er gæðaflík sem mun endast í fleiri ár ef ekki áratugi. Hún er bæði fáanleg í svörtu og dökkbláu. Ég mátaði þessa dökkbláu – þó svo svört kápa yrði meira klassísk þá held ég að ég myndi velja bláa litinn.

Hér sjáið þið mig í fallegu kápunni og kápuna eina og sér…

jörkápa4 jörkápa3Ég er í stærð nr. 38 sem smellpassaði – mér leið eins og kápan hefði verið sniðin á mig!

jörkápajörkápa2Myndirnar eru teknar á Canon EOS M

Hér sjáið þið þennan fallega dökkbláa lit vel – mér fannst kápan líta út fyrir að vera frekar bein í sniðinu svona á herðatrénu en þegar ég fór í hana fann ég hvað hún féll vel að. Eins og er er engin tala á kápunni en þau eru að íhuga að bæta jafnvel einni við svo það sé mögulegt að hneppa henni. Ég held að ég væri alveg til í að hafa þann kost að geta hneppt henni að mér á einum stað – kannski neðarlega.

Þessa hef ég ekki hætt að hugsa um síðan ég mátaði hana á þriðjudaginn var – nú óska ég þess heitt að hún rati í skápinn minn:)

EH

Inspiration: Angelica Blick

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Ása Regins

    4. November 2013

    Já þessi er rosaleg og öskrar alveg nafnið mitt hahah.. án tölu væri geðveikt ! Vá hvað ég hlakka til að sjá dömulínuna, þetta lítur súper vel út ! :-)

  2. Eygló

    4. November 2013

    Vá geðveik!!! Must have í minn skáp! Hlakka til að sjá meira.