Fyrr í vikunni var ný lína nalglalakka kynnt – línan er frá Blamain og samanstendur af nokkrum klassískum lituðum naglalökkum, svörtu, skarlatrauðu og nude/bleikum lit að auki er mattandi yfirlakk. Lökkin verða eingöngu fáanleg HÉR og því miður verður ekki hægt að fá þau send útfyrir Bretland.
Við litavalið á lökkunum er það svo sannarlega einfaldleikinn sem ræður ríkjum, rauði liturinn er klassískur og að mínu mati er það hinn fullkomni litur til að gera neglurnar fínar. Svarti liturinn er tískulitur sem er t.d. einn af mínum uppáhalds litum á naglalakki ég er persónulega ekki mikið fyrir rauð naglalökk. Nude/bleiki liturinn er svo fullkominn hvers dags litur þegar maður vill hvíla sig á áberandi litum en ekki vera án naglalakks. Matta topcoatið gerir svo það að verkum að í staðin fyrir að fá bara 3 lökk þá fáið þið eiginlega 6. Án matta lakksins gefa lökkin víst fallega, þétta og glansandi áferð.
Hér sjáið þið lökkin sem í boði verða…
Lökkin koma öll saman í fallegum kassa – ég finn nú litlar upplýsingar um stærð naglalakkanna en ég vona að þau séu vegleg þar sem þau kosta sitt. Ég væri reyndar alveg til í eitt svona sett – en ég veit ekki hvort ég myndi tíma að nota þau ég myndi helst bara vilja stilla þeim upp á skrifborðinu mínu. Umbúðinar utan um lökkin eru virkilega fallegar – minna mig helst á ilmvatnsglös.
EH
Skrifa Innlegg