fbpx

Fallegar flíkur fyrir haustið

Ég Mæli MeðFallegtFashionLífið MittMyndir

Eins og þið voruð búin að sjá HÉR þá gerði ég mér ferð í Hafnafjörðinn í síðustu viku til að kíkja í AndreA Boutique. Eftir að hafa farið vel fyrir allar flíkurnar í búðinni endaði ég með fangið fullt af fötum til að máta og við Andrea ákváðum að skella bara í smá myndatöku inní búðinni.

Það er komið fullt af fallegum nýjum flíku hjá henni Andreu og alltaf þegar ég sé að það eru komnar nýjar vörur hjá henni – inná Facebook síðu búðarinnar – reyni ég að mæta sem fyrst. Það er alveg ótrúlegt hvað sumar flíkur klárast hratt hjá henni. Fallegar peysur, ullarkápa og mega flottir skór tóku á móti mér í búðinni. Svo að sjálfsögðu var fullt af fallegum klútum – mig langar svo í eina Stellu frá henni Andreu (marglituðu klútarnir) en ég fæ alltaf valkvíða þegar ég reyni að velja mér og gefst upp og ákveð að reyna að aftur næst ;)

Ég hvet ykkur til að smella á myndirnar til að sjá þær stórar.

Ein flík – fyrir utan þá sem fylgdi mér heim að sjálfsögðu – stóð uppúr og það er þessi fallega bláa peysa. Mig langar bara að vefja mér inní hana – blái liturinn finnst mér flottastur en hún er líka til svört með silfurþráðum og rauð með svörtum þráðum og svo er væntanleg hvít með svörtum þráðum. Andrea hittir alltaf naglanna á höfuðið þegar kemur að því að hanna falleg prjónamunstur!

IMG_1319

Þessi er frábær!

Í lok myndatökunnar ákváðum að ég myndi aftur mæta og taka baksviðsmyndir fyrir nýjasta lookbookið – sem ég gerði í gær. Hlakka til að sýna ykkur myndirnar þær eru mjög skemmtilegar.

Myndirnar eru að sjálfsögðu teknar á nýju Canon EOS M meira HÉR.

EH

Fade to Black

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Andrea

    9. October 2013

    Flott hjá þér eins og allt sem þú gerir :)
    Gaman að sjá þetta :)
    Held mest uppá myndina af okkur saman heheh <3
    Love
    A

  2. Karen Ýrr

    9. October 2013

    Mætti ég fá að vita hvað þessi bláa peysa kostar? Finnst hún æði :)

  3. Inga Steinunn

    10. October 2013

    Vinsamlegast – hvar er verslunin?