fbpx

Nýr hattur

Ég Mæli MeðLífið MittNýtt í Fataskápnum

Ég fann fullkominn vetrarhatt í Kolaportinu um helgina!

Ég er búin að vera með augun opin fyrir nýjum hatti í langan tíma. Síðan mín uppáhalds Rokk & Rósir hætti hef ég þurft að leita að nýjum stað til að fá flottan hatt á sanngjörnu verði – það hefur vægast sagt verið erfitt. Þessi er fullkominn, dökkblár og gerður á Ítalíu. Hattinn fékk ég – eða Aðalsteinn sem gaf mér hann – á litlar 5500 kr.

hatturcollage

Eins og þið sjáið þá er hann fáanlegur í nokkrum mismunandi litum og stærðum ásamt fleiri gerðum af höttum. Ef ykkur vantar einn fyrir veturinn þá mæli ég með þessum.

photo copy photo

Stuttu eftir að ég keypti hattinn rakst ég á eina voðalega smekklega klædda og fallega dömu – þá var það bara Írisin mín – mjög skemmtilegt að rekast á hana báðar í fínu kápunum okkar. En við eigum afmæli með mjög stuttu millibili og mennirnir okkar gáfu okkur kápurnar í afmælisgjöf fyrir tveimur árum. Það mætti halda að þeir hafi farið saman að versla fyrir okkur!

EH

Snjór

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Hrund

    8. October 2013

    Æðislegur hattur! Má ég forvitnast hvar þú fékkst trefilinn :)?

    • Reykjavík Fashion Journal

      10. October 2013

      Hann er frá Varma og þessi litur fæst í Hrím – ég hef ekki enn séð hann neins staðar annars staðar ;)

  2. Hafdís

    8. October 2013

    Fallegur hattur og fer þér mjög vel :)

  3. Hildur

    9. October 2013

    Trefillinn sýnist mér vera frá VARMA og fæst í Eymundson, hagkaup, Hrím, og Ellingsen ;)

    Takk annars fyrir bloggið

  4. Ísabella

    10. October 2013

    Hvar fást svona kápur ? ef þær eru einhverstaðar enþá til ?