fbpx

Toppur eða ekki?

Hár

Mig er búið að langa svo mikið að fá mér topp síðan ég klippti helminginn af hárinu mínu af núna í vor. En ég finn alltaf einhverjar ástæður til að panta mér ekki tíma.

  • Það er að koma sumar og ég vil ekki svitna undir honum;)
  • Alltaf þegar ég klippi á mig topp þá nenni ég aldrei að sjá til þess að hann sé fínn spenni hann strax upp. Nánast um leið og ég labba útaf hárgreiðslustofunni.
  • Hann verður fyrir mér þegar ég er að gera sýnikennslur fyrir ykkur.

Ef ég læt verða af því að klippa toppinn þá held ég að ég hafi hann frekar síðan og þunnan svo það sé auðvelt að greiða hann til hliðar og spenna hann upp. Efstu tvær útgáfurnar á myndinni heilla mig mest – þó svo hárlúkkið sem ég birti hér í vetur frá Pucci sýningunni finnist mér alltaf bera af!

En hver veit – miðað við þetta rosalega hárlos mitt þá gæti það endað þannig að ég verði bara að klippa á mig topp svo að ég verði bara ekki eins og úfin kjúklingur um hárið…

EH

Íslenskar fyrirsætur fyrir Lancome

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Rakel Ósk

    14. June 2013

    Skelltu í topp, ég held að þú verðir mega kúl með topp :)

  2. Gunna

    14. June 2013

    Ekki í sumar, mögulega í haust ef þú ert ennþá að deyja úr löngun :)

  3. Brynja

    14. June 2013

    Um að gera að prufa ;)

    Mjög góður tími núna út af hárlosinu eftir fæðinguna. Margar sem að klippa á sig topp á þeim tíma. Ég gerði það ekki, fékk bara tímabundin kollvik í staðinn ;)

  4. Halla

    14. June 2013

    Toppur er það heillin…

  5. Inga

    14. June 2013

    Búin að spá mikið í þessu eftir fæðinguna og hárlos! Há kollvik eru held ég bara in í dag ;) hahaha
    Annars ætla ég að skella í topp í haust ef ég verð ennþá að bilast yfir þessu. Vil geta skellt hárinu öllu í tagl svona á sumrin :)

  6. Pattra's

    15. June 2013

    Theodóra klippti á mig léttan topp í síðustu viku og ég sagði við hana, -ég á örugglega eftir að sjá eftir þessu á morgun! En þannig er þetta einhvern veginn alltaf, það hefði sennilega verið þægilegra að bíða til haustsins en samt alltaf gaman að breyta til.

  7. Marta Kristín

    18. June 2013

    Vika síðan ég klippti á mig aftur topp og mér er búið að vera heitt í viku en fáranlega ánægð! Go for it :)

  8. Adda

    18. June 2013

    ég er búin að vera með topp síðan ég var tveggja ára (25 ár!). Er með mesta sveip landsins í toppnum og er alltaf spurð hvernig ég nenni þessu. Ég bara nenni þessu hehe, ég þarf hvort eð er að slétta mig svo ég get alveg eins slétt toppinn líka ;) plús mér finnst ég hálf andlitslaus ekki með hann ;)
    Do it! :)

  9. Sirra

    18. June 2013

    Fáðu þér topp!! ég er svo ánægð að hafa “þorað” – það er svooo gaman að vera með topp:)