Mig er búið að langa svo mikið að fá mér topp síðan ég klippti helminginn af hárinu mínu af núna í vor. En ég finn alltaf einhverjar ástæður til að panta mér ekki tíma.
- Það er að koma sumar og ég vil ekki svitna undir honum;)
- Alltaf þegar ég klippi á mig topp þá nenni ég aldrei að sjá til þess að hann sé fínn spenni hann strax upp. Nánast um leið og ég labba útaf hárgreiðslustofunni.
- Hann verður fyrir mér þegar ég er að gera sýnikennslur fyrir ykkur.
Ef ég læt verða af því að klippa toppinn þá held ég að ég hafi hann frekar síðan og þunnan svo það sé auðvelt að greiða hann til hliðar og spenna hann upp. Efstu tvær útgáfurnar á myndinni heilla mig mest – þó svo hárlúkkið sem ég birti hér í vetur frá Pucci sýningunni finnist mér alltaf bera af!
En hver veit – miðað við þetta rosalega hárlos mitt þá gæti það endað þannig að ég verði bara að klippa á mig topp svo að ég verði bara ekki eins og úfin kjúklingur um hárið…
EH
Skrifa Innlegg