fbpx

Varalitadagbók #17

ChanelKæra dagbókNáðu LúkkinuVarir

Í þetta sinn varð nýr varalitur frá Chanel fyrir valinu. Varalitir spila stórt hlutverk í sumarlínu merkisins en liturinn er partur af nýrri varalitalínu frá þeim sem einkennist af varalitum sem eru með 30% sterkari litapigmentum en áður.

Varalitur: Rouge Coco nr 48 – Chanel

Áferðin á litnum er kremuð og þétt. Mig grunar að þessi litur muni endast allan daginn á vörunum mínum og ég mun láta reyna á hann. Þegar ég tala um að litapigmentin séu sterkari en áður þá á ég við að litaagnirnar í formúlunni séu sterkari. Liturinn verður þá mun þéttari á vörunum, áferðin jafnari og oftast er þetta vísbending um að liturinn muni endast lengi. Pigmentin festa sig þá vel við varirnar og þó glansinn eða kremaða áferðin endist kannski ekki allan daginn þá gerir liturinn það – varirnar verða aldrei berar.

EH

Sýnikennsluvideo #5

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Inga

    12. June 2013

    Flottur varalitur :)
    Mig langar svo sjúklega í einhvern bleikan, mattan varalit. Ekkert ósvipað lúkk og á kinnalitnum sem þú notaðir í síðasta vídjó. Mæliru með einhverjum? :)

  2. Velina

    13. June 2013

    Ég er með frekar dökkar varir þannig að svona ljósir eða nude varalitir koma ekki nógu vel út eða þá að liturinn á vörunum kemur fljótlega í gegnum varalitinn. Hef stundum sett smá hyljara undir en finnst varirnar oft verða þurrar við það. Er ekki til eitthvað gott “prep” sem ég get sett undir varalitinn ?