fbpx

Einnar stelpu bjútíklúbbur

AuguÉg Mæli MeðHúðLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minni

Á meðan aðrir Instagram og Facebook vinir mínir skemmtu sér á Beyonce tónleikum ákvað ég að hunsa þau öll og reyna að gera mitt besta að farast ekki úr öfundsýki. Það gekk ekki vel fyr en ég ákvað að eiga bara slökunar- og dekurkvöld – ég hélt einnar stelpu bjútíklúbb:)

Ég var með alls konar maska og fínerí heima sem ég bar á mig og svo lá ég eins og skata í sófanum og slakaði á. Þetta var alveg dásamlegt og í morgun vaknaði ég með svo mjúka húð í framan og á höndum og fótum. Ég veitti syni mínum mikla samkeppni með hver í fjölskyldunni væri með mýkstu húðina.

Í andlitið setti ég purifying andlitmaska með grænu tei frá merkinu Iroha – æðislegt merki sem er með alls konar flotta maska fyrir andlit, hendur, fætur og augu sem innihalda náttúruleg efni. Maskarnir fást t.d. í Lyfju og það eru til alls konar mismunandi týpur. Hér fyrir ofan sjáið þið augnpúðana, hanskana og sokkana sem ég notaði í gær – gleymdi alveg í slökuninni að taka mynd af maskanum en hann er svona peel off. Hann djúphreinsaði húðina mína og fjarlægði umfram olíur í húðinni – ég vil engar bólur takk! Hann kemur í svona pakka umbúðum en með tappa svo ég gat lokað honum og get ábyggilega notað hann 2-3 sinnum í viðbót. Svo inniheldur hann engin paraben efni – það finnst mér nú aldrei slæmt;)

Svo eru þetta þessir dásamlegu hanskar – áður en ég setti þá á mig þá þreif ég hendurnar vel og þurrkaði og tók líka af mér naglalakkið. Þessi týpa heitir Repairing en hún á að veita höndunum öfluga næringu og ýtir undir frumuendurnýjun og dregur úr þurrki í höndunum. Mínar ilma enn eins og dásamlegar ferskjur mmm….! Hanskarnir eru tvöfaldir ytra lagið eykur varmavirkni og varðveitir formúluna og það innra eru þunnir tauhanskar sem eru gegnsósa í næringunni. Einni eru fáanlegir hanskar sem vinna gegn einkennum öldrunar í húðinni. Að lokum setti ég svo nýtt naglaserum sem ég var að fá frá L’Oreal á neglurnar til að styrkja þær.Svona var ég nú flott í gær – ég var líka í sokkum sem voru sama týpa og hanskarnir. Sokkarnir mýkja og vernda sprungna fætur og gefa þeim mikla næringu. Ég var með þetta á mér í 15 mínútur og eftir það nuddaði ég bara hendurnar og fæturnar svo næringin færi vel inní húðina – engin þörf á að skola þetta af. Ég held þó af öllu þessu þá hafi það veirð augnpúðarnir sem slógu í gegn hjá mér. Ég hef nú ekki náð að sofa alveg nógu vel undanfarið þó það sé alltaf að batna. Mér finnst alltaf sjást best á augunum mínum þegar ég hef lítið sofið og þessir púðar hresstu svo sannarlega uppá húðina í kringum augun mín – sé mest eftir því að hafa ekki sett þá á mig í morgun því mér leið svo vel eftir að hafa verið með þá. Ég hafði þá á húðinni í 15 mínútur og ég fann strax að hún var endurnærð, ekki eins bólgin og mér fannst dökku litirnir í henni ekki eins áberandi og áður.

Það er nauðsynlegt að eiga svona dekurkvöld með sjálfri sér – þetta ætla ég að reyna að venja mig á að gera alla vega einu sinni í mánuði. Helst með bjútíklúbbnum mínum sem ég á ennþá eftir að ákveða hverjum ég á að bjóða í – þarf að fara að gera eitthvað í því;)

EH

Sólarvörn í sumar!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Kolbrún Lilja

    30. May 2013

    Fæst líka í Lyf og heilsu, mjög fínt verð á þeim :)