fbpx

Kynning hjá St. Tropez

Ég Mæli Með

Í síðustu viku fékk ég boð á kynningu hjá St. Tropez sjálfbrúnkuvörunum á Nauthól. Í dásamlegu sumarveðri kenndi Jules Heptonstall sérfræðingur hjá merkinu okkur á sjálfbrúnkuvörurnar og gaf okkur nokkur góð ráð en hann er Tanning Skin Finish Expert.

Vörurnar eru frá St. Tropez eru nánast lyktarlausar en þær innihalda það sem kallast Aromaguard sem minnkar lyktina um alltað 70% – ég er núna búin að prófa bæði kremið og froðuna og ég finn alla vega enga lykt.

Það sem mér fannst skemmtilegast að heyra um var London Fashion Week en merkið var fyrsta sjálfbrúnkumerkið sem fékk boð um að vinna baksviðs með makeup artistum á tískuvikunni. Sýningarnar sem þau tóku meðal annars þátt í voru hjá House of Holland, Erdem og Mary Katrantzou. 

Eftir sýninguna fékk ég svo að fara í sjálfbrúnkumeðferð hjá Jules. Hann notaði froðuna og setti hana í sjálfbrúnkuhanskann og bar kremið þannig á mig. Hann bar hana líka í andlitið á mér en þá blandaði hann froðunni saman við rakakrem. Við skemmtum okkur konunglega á meðan meðferðinni stóð en ég spurði hann sérstaklega útí Fashion Week og svo spjölluðum við að sjálfsögðu aðeins um Tinna og ömmur okkar ég man nú ekki alveg hvernig það kom til. En hann sagði mér líka frá bloggsíðunni sem hann heldur úti og ég mæli með að þið kíkið á hana The Beard and the Quiff. Uppáhalds mómentið mitt var þó þegar hann sagði við mig að ég væri með einstaklega fallega húð og hann yrði að fá að vita hvað ég gerði til að ná henni svona.

Eitt af því sem hann kenndi okkur sem ég hef ekki prófað áður er að nota sjálfbrúnku til að skyggja húðina – hann bar fyrst eina umferð af sjáfbrúnkufroðunni á fyrirsætuna sem var honum til aðstoðar og í seinni umferðinni skyggði hann líkamann hennar. Með því er hægt t.d. að láta líkamann virðast grennri en hann er. Svo sýndi hann okkur aðferð sem var gerð fyrir House of Holland sýninguna en þá tók hann olíumálningarpensil dýfði honum í smá sjálfbrúnku og renndi svo fingrunum létt í gegnum hann svo brúnkan spreyaðist yfir fyrirsætuna og þannig bjó hann til freknur!

Nokkur góð ráð til ykkar frá Jules:

  • Byrjið alltaf á því að skrúbba húðina og bera á hana bodylotion áður en þið berið sjálfbrúnkuvöru á húðina til að koma í veg fyrir flekki. Ekki nota bodylotion með olíu því olían vinnur á móti sjálfbrúnkunni svo það geta komið flekkir í húðina.
  • Það er gott að setja extra vel af bodylotioni á þurru staðina á húðinni eins og hnén og olnbogana áður en þið berið sjálfbrúnkuna á.
  • Berið alltaf seinast á hendur og fætur og ef þið notið sjálfbrúnkuhanskann til að bera á ykkur krem notið þá það sem er eftir í hanskanum. Ekki setja meira í hann.
  • Notið boylotion á líkamann á hverjum degi eftir að þið berið sjálfbrúnkuna á og þangað til hún er farin þannig komið þið í veg fyrir að liturinn flagni af.

Ég spurði Jules að því hvaða vara honum fyndist must have og hann sagði að það væri sjálfbrúnkufroðan. En það selst ein flaska af froðu á hverri mínútu einhvers staðar í heiminum – en að meðaltali selst ein vara frá St. Tropez á 20 sekúndna fresti…!

Það eru fullt af spennandi sjálfbrúnkuvörum frá St. Tropez þær sem ég er spenntust fyrir – fyrir utan þær sem ég hef fengið að prófa eru:

  • Wash Off línan: Hún samanstendur af sjálfbrúnkuvörum sem er hægt að þrífa af húðinni. Fullkomnar fyrir þær sem hafa ekki prófað sjálbrúnkukrem áður eða vilja bara vera brúnar eina kvöldstund. Þessar vörur eru mikið notaðar af makeup artistum í myndatökum og á tískusýningum því fyrirsæturnar þurfa oftar en ekki að geta mætt hreinar og ljósar í myndatöku strax næsta dag.
  • Shimmer Stick: ljósbrúnt stifti með glans sem er flott að nota í sumar á fótleggina til að gefa þeim fallegan sumarljóma, setjið rönd með honum niður eftir miðju fótanna – ekki á hnén – þá fá þeir fallegt highlight sem lætur þá virðast grennri og lengri.
  • Illumnitor, krem sem er hannað til að fullkomna áferð húðarinnar það er ljóst og sanserað og gefur ofboðslega fallega áferð. Gwyneth Paltrow notaði það einmitt á Óskarsverðlaununum í fyrra –  nú vitið þið leyndarmálið hennar. Það er líka hægt að setja útí rakakrem og dreifa yfir líkamann.

Wash Off línan frá St Tropez

St Tropez vörurnar fást t.d. í Hagkaupum Smáralind, Kringlunni og Akureyri og í snyrtivöruverslununum Hygeu í Kringlunni og Smáralind og Sigurboganum Laugavegi.

Getum við nú verið saman í því að sleppa ljósabekkjunum og bera bara á okkur sjálfbrúnku!

EH

Augnkrem

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Guðný

    25. March 2013

    * Elsk *

  2. Edda Sigfúsdóttir

    25. March 2013

    Ég er búin að vera bíða eftir þessu bloggi vinkona, ég sá á myndum að þú varst á staðnum. Ánægð með þetta ;)

  3. Edda Sigfúsdóttir

    25. March 2013

    Ég mun! Allt sem hefur minni brúnkukremslykt!

  4. Helga

    27. March 2013

    Innihalda ekki flest body lotion olíu? Mælirðu með einhverju sérstöku sem er án olíu?

    • hæhæ:) heyrðu ég sendi inn spurningu á snillingana hjá St Tropez og fékk þær upplýsingar að bodylotionið frá St. Tropez inniheldur Kernel olíu sem er víst sérstaklega góð undir brúnku – svo hann jules hefur bara gleymt að minnast á það að það er ekki sama hvaða olía er í kremunum:) Svo ég mæli með því!