Þið tókuð vonandi eftir kinnalitnum sem ég notaði í fyrsta sýnikennsluvideoinu sem birtist í síðustu viku – HÉR – en nú er ég með annan lit, ljósbleikur í þetta sinn sem mér finnst koma mjög vel út á skjannahvítu húðinni minni.
Kinnaliturinn heitir 4 Éclats Sculpting Blush og liturinn er Tendre Aurore nr 01.
Liturinn er ljós og náttúrulegur og gefur kinnunum fallega glóð – hann er fullkominn fyrir þær sem vilja hafa smá lit í andlitinu en ekki of mikinn. Svo held ég að ljósbleiki tónninn sé ótrúlega flottur á sólkysstri húð – hlakka til að prófa það í sumar þegar húðin hefur dökknað aðeins:)Hér sjáið þið hvernig liturinn lítur út. Þetta eru 4 mismunandi litir ég ákvað að blanda öllum litunum saman í þetta sinn. Þegar það eru nokkrir mismunandi litir finnst mér gott að nudda burstanum í hringi uppúr púðrinu svo það komi engin litaskil. En hugsunin með því að skipta þeim svona upp er til að móta andlitið með mismunandi litum. Þið strjúkið yfir púðrið með burstanum sem fylgir með, byrjið vinstra megin og strjúkið til hægri og berið svo litinn eins á kinnarnar, þannig fara dekkri litirnir undir lit að gefa lyftingu í andlitið og ljósari litirnir ofan á til að kinnarnar fái smá að standa út og þeir litir gefa líka aðeins meira highlight. Mér finnst þetta mjög skemmtileg pæling og ég þarf að prófa þetta næst þegar ég nota hann!
Umbúðirnar eru svo virkilega fallegar – þær eru alveg gylltar – en utan um boxið er svo flauelspoki svo umbúðirnar og liturinn eru vel varin ef það kemur kannski smá högg á þær ef þið eruð með kinnalitinn í töskunni eða bara á ferðalagi:)
Ég er að fara í plokkun í dag og ég er vandræðalega spennt komin með svo mikinn leiða á þessu illgresi…;)
EH
Skrifa Innlegg