fbpx

Betty eða Veronica?

LúkkMACNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Archie’s Girls heitir nýjast línan frá MAC sem er væntanleg í verslanir hér á landi núna 7. mars – eða á fimmtudaginn. Línan er innblásin af ástarþríhyrning sem var gerður ódauðlegur í teiknimyndabókum um Archie þar sem stúlkurnar tvær börðust um ást hans – hvorug fékk hann þó á endanum miðað við það sem ég hef lesið mér til um:)

Betty var sú góða og Veronica sú vonda – línan skiptist í tvennt þ.e. þær vörur sem eru innblásnar af Betty og svo þær sem eru innblásnar af Veronicu og litirnir eru eftir því. Ég fékk að prófa nokkrar vörur og hér sjáið þið varalit frá Betty, Betty Bright og gloss frá Veronicu, Mall Madness.

Öllu er tjaldað til til að gera línuna að einni af þeim flottustu sem hafa komið frá MAC. Umbúðirnar finnst mér sérstaklega flottar þær eru flestar merktar með nöfnum persónanna sem þær eiga við eða með andliti þeirra. Púðrið finnst mér líka æðislegt þar er búið að blanda saman litum og þrykkja í það hjörtu.

Nú kemur stóra spurningin hvort eruð þið Betty eða Veronica? Munið að vörurnar koma bara í takmörkuðu upplagi svo við sjáumst eldsnemma í MAC á fimmtudaginn <3 HÉR getið þið séð myndir af fleiri vörum.

EH

Kinnalitir #1

Skrifa Innlegg