Ég elska ombre varir – ef ég hef ekki sagt það nógu oft – og ég notaði kvöldið til að prófa að gera einar bleikar á milli þess sem ég prófaði nýju Sleek palletturnar mínar:) Hér sjáið þið árangurinn:
Fyrst byrjaði ég á því að gera þær ljósastar yst og dekkstar innst. Ég byrjaði á því að grunna varirnar með hvítum eyeliner og svo setti ég smám saman sterkari bleikan lit og nuddaði vörunum létt saman til að dreifa úr litnum svo skilin yrðu mýkri.
Í seinna skiptið ákvað ég svo að þær væru dekkstar efst og svo smám saman lýstust þær – gerði þær alveg eins og fyrir ofan nema nú byrjaði ég á dekksta litnum og færði mig útí ljósari.
Fullkomnar varir fyrir kvöldið á morgun – eða Airwaves sem styttist sífellt í!!
EH
Skrifa Innlegg