fbpx

Óléttu Innblástur

Er það ekki alltaf þannig með fyrsta barn að þá er maður duglegur að taka flottar myndir og svo gleymir maður því kannski með þau næstu…. Ég ætla alla vega að reyna að standa mig extra vel með fyrstu bumbuna svo hinar sem á eftir koma fái líka smá athygli. Mig langar svo í flotta myndatöku – en eiginlega alls ekki í stúdíói mig langar bara að vera heima hjá mér í hlýu umhverfi og með frönsku gluggana okkar í baksýn.

Myndirnar hér fyrir neðan veita mér innblástur fyrir tökuna sem verður vonandi bara á næstunni því mér finnst stærðin á kúlunni alveg fullkomin:)Er eitthvað fallegra en ólétt kona – ég er ekki viss:)

EH

Cravings....

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Íris Björk

    18. October 2012

    Ooo þetta eru svo fallegar myndir – hefði verið svo gaman hefðum við haft tíma meðan að ég var á landinu !!! Skandall !! –

  2. Heiða

    18. October 2012

    Þessi neðsta til vinstri finnst mér alveg geggjuð :)
    En það er eitt sem mig langar að spyrja að svona alveg ómegöngutengt! Ég les alltaf pistlana þín og langaði til að spyrja um makeup-ráð. Ég er með afskaplega hvíta húð- myndi teljast föl. Ég á í svo miklum vandræðum með að finna farða sem er nægjanlega ljós svo að ég fái ekki grímu…auk þess er hálsinn ennþá fölari en andlitið og því auðvelt að fá grímu.
    Getur þú mælt með einhverjum farða fyrir fölar skvísur?
    Kveðja

    • Reykjavík Fashion Journal

      18. October 2012

      Ég á við nákvæmlega sama vandamál að stríða svo ég luma á alls konar lausnum;) En farðarnir sem ég hef fundið hér sem eru nógu ljósir er t.d. Dream Matte Mousse fra Maybelline – ljósasti liturinn þar sem kom fyrir sirka ári var alveg kærkominn því hann er nánast skjanna hvítur. Svo eru það þessi BB krem sem aðlaga sig að þínu litarhafti ég hef prófað vel frá Maybelline, L’Oreal og Smashbox – ljósustu að sjálfsögðu – og þeir virka vel á mig. En svo á ég alltaf með litlaust púður þannig ef ég sé að það er hætta á grímunni hjá mér þá reyni ég að má út útlínurnar með púðrinu það mýkir skilin svo vel að þau verða ósýnileg. Þú getur þá t.d. notað bæði laust eða fast púður. En ef þetta virkar ekki þá myndi ég prófa að fá mér extra ljósan hyljara og blanda honum útí farðann sem þér finnst næst því að passa þér, lýsa farðann þannig upp. Oft er nefninlega auðveldara að finna ljósa hyljara heldur en ljósa farða;)