Færslan er ekki greidd en Varma gefur vörurnar í leiknum og gaf Tuma þessa fallegu húfu :)
UPPFÆRT!
Ég er nú búin að draga úr leiknum og hér sjáið þið nafnið á sigurvegaranum – endilega hafðu samband við mig á ernahrund(hjá)trendnet.is til að vitja vinningsins :)
– EH
Okkur mæðginunum var boðið í heimsókn hjá Varma um daginn. Ég hef sjaldan farið í jafn skemmtilega heimsókn en við fengum að sjá verksmiðjuna sjálfa þar sem prjónavélarnar voru á fullu að vefa í vörur fyrir m.a. Varma, Farmers Market og hana Andreu mína.
Það var svaka gaman að fá að rölta þarna í gegn og sjá hvernig fullt af fallegum flíkum urðu til og ég vona að þið sem fylgdust með á snappinu hafi nú haft gaman af því að fylgjast með þegar ég tók þá með á rúntinn um verksmiðjuna. En í kjölfarið fylgdi svo smá stopp á lagernum þar sem allt var fullt af fallegum vörum frá Varma. Ég stoppaði sjálf við mokkavörurnar fyrir litlu gormana mína og úr varð að lilli litli fékk dásamlega fallega dökkbrúna mokkahúfu í gjöf frá Varma. Mokkavörurnar frá Varma eru framleiddar hér á Íslandi, nánar tiltekið á Akureyri. Þetta er alls ekki algengt og meira að mokkavörur sem fást hér hjá íslenskum merkjum séu framleiddar í öðrum löndum. Húfan er alveg sérstaklega hlý og það skemmir ekki fyrir hvað lilli er sætur og fínn með sína húfu eins og þið sjáið hér…
What a baby!
En vegna þess hve hrifin ég var af vörunum langar Varma að leyfa mér að gleðja heppinn lesanda með dásamlegum mokkavörum á þau yngstu, hér fyrir neðan sjáið þið vörurnar…
Í verðlaun er húfan fína sem er í stærð medium, Tumi er með þessa húfu og hún er aðeins stór á hann en þannig að ég get auðveldlega bundið hana þétt svo hún haldi vel við eyrun og haldi hita á sæta kollinum hans Tumalings. Með húfunni koma svo skór og vettlingar sem er miðað við að henti til 6 mánaða aldurs.
Við höfum þetta bara alveg sérstaklega einfalt í þetta sinn. En það sem þú þarft að gera til að eiga kost á þessum fallegu mokkavörum frá Varma er að…
1. Smella á like við þessa færslu.
2. Setja athugasemd við þessa færslu (með nafni svo ég eigi auðvelt með að finna þig ef þú vinnur) með hverjum þig langar að gefa þessar fallegu vörur.
Ég dreg svo út úr öllum athugasemdum í lok föstudags!
Líst ykkur ekki vel á þetta, ég er alla vega mjög ánægð með húfuna eða við bæði mæðginin, litli maðurinn er auðvitað sætastur í heimi geimi en mér finnst hann verða ennþá sætari með þessa krúttlegu húfu.
Erna Hrund & Tumi
Skrifa Innlegg