Vöruna sem ég skrifa um í þessari færslu fékk ég að gjöf, allt sem ég segi og skrifa er frá mér sjálfri og allt sagt af hreinskilni og einlægni.
Fyrirsögnin ber nú alveg sérstaklega vel með sér hvað umfjöllunarefni færslunnar er. Þetta er þó mögulega eitthvað sem hentar eingöngu konum sem eru með þurra húð eða normal húð. Ég er þó ekki að segja að olían sé ekki fyrir konur með feita húð ég er bara ekki viss um að þeim muni líða vel í húðinni með mikla olíu á henni, það er mjög algengt. Hér er ég að skrifa um hvernig með hjálp nýs primers þið getið kallað fram innri ljóma húðarinnar og að sjálfsögðu bætt smá auka við.
Ljómandi húð eða húð með dewy áferð hefur verið mjög vinsæl í förðunartrendi undanfarið ár. Olíur hafa svo verið að koma sterkar inn og eru orðnar ómissandi í snyrtivöruhillu allra kvenna. Hér ætla ég að segja ykkur frá vöru sem sameinar þessi tvö trend og er í þokkabót frábær fyrir húðina.
Með því að bera olíu á húðina þá fær hún mikla næringu sem endist henni vel og í raun miklu endingarbetri næringu. Áferð húðarinnar verður mjúk og ljómandi sem skín í gegnum farðann sem kemur svo yfir og skilur eftir sig fallega dewy áferð.
Photo Finish Primer Oil frá Smashbox
Primer Oil frá Smashbox er mjög létt og fer hratt inní húðina. Hún er samsett úr 15 ólíkum olíum og þar á meðal er chamomile, lavander og jojoba olía. Þær eru allar valdar með það í huga að næra vel húðina og gera yfirborð hennar fallegra og fríska yfirborð hennar með það í huga að næra hana og undirbúa fyrir daginn sem er framundan. Að því skrifuðu þá má auðvitað líka nota hana fyrir nóttina.
Olían er borin á húðina á morgnanna og borin yfir allt andlitið. Gefið henni smá tíma til að fara vel inní húðina mér finnst gott að miða við 10 mínútur. Berið svo farðann á húðina og ég myndi mæla með fallegum fljótandi farða yfir þessa til að ná ljómanum í gegn. Húðin verður ljómandi falleg og silkimjúk eftir notkun og eftir notkun í einhverjar vikur verður áferð húðarinnar ennþá fallegri því það er auðvitað miklir kostir fyrir húðina að nota olíur.
En mér finnst líka alltaf að gefa nokkur aukatips fyrir vörur því mér finnst það gefa þeim meira notagildi og ég elska að finna nýjar leiðir til að nota snyrtivörurnar mínar. En þessa olíu getið þið notað til að næra naglaböndin, setja á olnbogana, á bringuna og í þurra hárenda!
Þetta er fullkomin vara fyrir mig og mína skraufþurru húð. Ég hef einhvern vegin ekki mikið þorað að setja olíu undir förðunina mína – ég skil eiginlega ekki afhverju ég hef ekki prófað það en það verður ábyggilega smá erfitt að snúa til baka í kremin – en ég kannski skipti bara dögunum á milli olíunnar og krema :D
Erna Hrund
Skrifa Innlegg