fbpx

Mattar hátíðarvarir

DiorFallegtFW15Jól 2015JólagjafahugmyndirNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég fór í morgun að skoða hátíðarlínu Dior, ég er búin að vera mjög spennt að fara að skoða hana og ég fékk í kjölfarið að velja tvær vörur úr línunni. Ég valdi mér augnskuggapallettu og varalit, pallettuna fáið þið að sjá í næstu viku en ég gat ekki beðið með varalitinn því hann er pörfekt mattur plómuvaralitur og alveg GORGE!

mattarvarir3

Varalitirnir í hátíðarlúkkinu frá Dior heita Diorific og þeir koma í alveg sérstaklega hátíðlegum og flottum umbúðum. Í ár eru litirnir mattir, formúlan er svakalega létt en um leið með þéttum lit sem endist vel. Ég setti litinn á mig strax og er búin að vera með hann í fjóra tíma núna og það sést ekki á vörunum og liturinn hefur ekkert dofnað þó ég sé búin að drekka kaffibolla og skella í mig einum Dunkin Donuts kleinuhring ;)

mattarvarir4
Varalitur: Diorific Matt nr. 580 Fascinante

Hér fyrir ofan sjáið þið varalitinn og aungskuggapallettuna sem ég valdi mér sem ég ætla að sýna ykkur eftir helgi…

mattarvarir2

Ég er alveg ástfangin af þessum fallega varalit og hlakka mikið til að sýna ykkur hátíðarförðun með augnskuggapallettunni og varalitnum við þó mér finnist hann líka bara virkilega flottur svona einn og sér. Hátíðarlínan frá Dior kemur bara í takmörkuðu upplagi svo maður má nú ekki missa af því sem manni finnst sérstaklega flott því það kemur ekki aftur ;)

Annars er næsta hátíðarförðun sem ég ætla að sýna ykkur með annarri fyrirsætu en þið eruð vanar en ég plataði mömmu í smá förðunarleik í dag og hún situr fyrir fyrir Lancome lúkkið – hlakka mikið til að sýna ykkur því þetta kom svakalega vel út hjá okkur!

Hátíðarlínu Dior fáið þið t.d. í Hagkaup Kringlu og Smáralind, Lyf og Heilsu Kringlunni og Sigurboganum á Laugavegi… svo ég nefni nokkra staði ;)

Erna Hrund

Annað dress: Slá og kuldaskór

Skrifa Innlegg