Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Jæja nú nálgast hátíðin svo sannarlega! Mér finnst hún þó kannski eiginlega löngu komin því ég er varla búin að pæla í öðru síðustu vikur en hátíðarförðunum, jólagjafahugmyndum og hátíðarlínum eins og þið sjáið í nýjasta Reykjavík Makeup Journal sem er vonandi komið til ykkar eða rétt ókomið ;)
En nú langar mig aðeins að byrja að kynna fyrir ykkur hátíðarlínurnar, þær eru nú flestar komnar í verslanir svo það er ekki seinna en vænna að hefa leikinn! Við ætlum að byrja á nöglunum og byrja á leik – það er svo gaman að gefa og ég er í svo góðu skapi í dag enda útgáfudagurinn sem ég er búin að bíða spennt eftir í dáldinn tíma.
Hér er það hátíðarlínan frá OPI sem ég ætla að byrja að tala aðeins um. Það kemur engin sérstök hátíðarlína svo ég viti frá öðru naglalakkamerki til landsins en OPI línan er glæsileg svo það gerir ekkert til. Línan er miklu fjölbreyttari en oft áður og ég hrósaði merkinu mikið fyrir haustlínuna og ég geri það aftur nú fyrir hátíðarlínuna, það er gaman að sjá að það er aðeins búið að breyta til frá því sem hefur einkennt línurnar síðustu ár. Línan í ár heitir Star Light og er mjög stjörnubjört og fallega ljómandi!
Línan er minni en oft áður sem er líka gott því þá þarf maður ekki að fá alltof mikinn valkvíða ;) Afsakið smá myndirnar…. Það er greinilegt að það verður minni og minni tími á hverjum degi til að taka fallegar myndir í dagsbirtu!
Cosmo With a Twist
Þessi litur finnst mér æði! Þetta eru svona ofboðslega fallegir litir og glimmer sem saman mynda áferð sem minnir á dáldið vetrarbrautar myndir, eða þannig fíling fæ ég alla vega. Að mínu mati flottasti liturinn í línunni. Elska þennan og mun nota hann mikið – myndin gerir lakkinu ekki nógu marga greiða :/
Press * for Silver
Hér kemur einn eðal sanseraður litur frá OPI, þeir eru virkilega góðir í þeim að mínu mati því litirnir eru alltaf svo þéttir og flottir, hér er t.d. bara tvær umferðir. Liturinn er klassískur sanseraður nude litur með fallegri metallic eða kannski meira króm áferð.
Two Wrongs Don’t Make A Meteorite
Mér finnst þetta yfirlakk æði! Elska að það sé blanda af kopar og silfruðum glimmerögnum í því, gefur nöglunum miklu meira líf. Mér finnst líka koma mjög vel út að setja það yfir sanseraða lakkið. Eini gallinn er að það þarf að vanda sig smá til að fá alveg nóg af glimmeri yfir neglurnar – en þolinmæði þrautir vinnur allar!
En ég ætla að gefa tveimur lesendum mini set úr hátíðarlínunni sem inniheldur fjóra fallega liti úr hátíðarlínunni og þar á meðal Press * for Silver litinn sem þið sjáið hér fyrir ofan. Það sem þið þurfið að gera til að taka þátt er að…
1. Deila þessari færslu með því að smella á Like takkann.
2. Skrifa athugasemd undir þessa færslu með nafninu á litnum sem ykkur finnst fallegastur úr hátíðarlínu OPI. Smellið HÉR til að skoða alla litina á heimasíðu merkisins
Munið svo að hafa nafnið ykkar með athugasemdinni svo ég geti fundið ykkur ef þið sjáið ekki þegar ég hef dregið nafnið ykkar út, en ég dreg út í lok vikunnar :)
Erna Hrund
p.s. svona mini set er líka mjög flott jólagjöf ;)
Skrifa Innlegg