fbpx

Lancome að hætti Caroline de Maigret

AuguÉg Mæli MeðFW15LancomeLúkkMakeup ArtistNáðu Lúkkinu

Ein sú allra fallegasta í heimi, Caroline de Maigret, tískufyrirmynd, fyrirsæta og rithöfundur hannaði haustlúkkið fyrir Lancome í ár. Þessi ákvörðun kom mér virkilega skemmtilega á óvart þar sem ég og allir aðrir áttu ef til vill von á því að Lisa Eldridge myndi hanna vörulínuna. En ég var þó alls ekki fyrir vonbrigðum og mér finnst að hún Caroline hafa bara tekist þetta mjög vel. Það er auðvitað ekki auðvelt verkefni að hanna flotta förðunarvörulínu, sérstaklega fyrir jafn flott merki og Lancome og hvað þá á 80 ára afmæli merksins!

Í línunni kom alveg sjúklega flott augnskuggapalletta sem inniheldur líka vörur til að móta augabrúnir, til að gefa dramatíska umgjörð á augun og með fallegan kremaðan kinnalit. Umbúðir pallettunnar minna einna helst á fallega clutch tösku sem gerir pallettuna að fullkomnum fylgihlut fyrir Parísarkonuna – eða okkur hinar sem dreymir um að vera ein af þeim.

parís

Förðunina sem ég sýndi skref fyrir skref inná snapchat hugsaði ég sem mjúka og seyðandi. Ég vildi að hún blandaðist fallega saman eftir augnlokinu og myndi vera með rómantísku ívafi. Mér finnst varaliturinn fullkomna förðunina en hann fann ég ofan í skúffu, pínulítill tester sem ég hafði eitt sinn fengið sem kaupauka á kynningu hjá Lancome. Hann heitir Rouge in Love og er liturinn nr. 379N.

parís5

En eins og ég segi þá er pallettan alveg svakalega vegleg. Hún inniheldur alla þessa fallegu skugga sem er svo auðvelt og svo gaman að vinna með. Augnskuggarnir blandast vel saman eins og þið sjáið og það er leikur einn að ramma augun fallega inn með þeirra hjálp. Með pallettunni koma svo tveir förðunarburstar – eitt sem mér þykir svo sniðugt við hönnun merkisins á aungskuggapallettum er að það er segull undir svæðinu þar sem burstarnir eru geymdir svo þeir haldast á sínum stað þó svo þið hvolfið pallettunni. Í settinu eru þessir tveir burstar tvöfaldir og það er að sjálfsögðu hægt að nota þá. Augabrúnaburstinn þykir mér sérstaklega góður í brúnirnar!

Ég notaði dekksta litinn í brúnirnar – þessi sem er neðstur af þessum þremur litlu skuggum þarna hægra megin – í augabrúnirnar. Hann er dökkbrúnn og kaldur. Ég gerði bara létta mótun en þetta er líka lúkk sem ég gerði áður en ég fór á Masterclass námskeiðið hjá iluvsarahii og ákvað að byrja að skerpa frekar á þeim. En það er svo auðvitað tilvalið að nota þessa skugga líka um augun, þeir eru mattir og mjög flottir, hreinir litir sem er flott að nota í skyggingar og til að dýpka förðunina þó ég hafi ekki gert það í þetta sinn.

parís3

Ég blandaði öllum skuggunum saman í þessari förðun eftir styrkleika og áferð. Mér finnst þessi ryðáferð í litnum alveg svakalega dramatísk og falleg og ég er alveg sérstaklega heilluð af skugganum í miðlínunni hægra megin en hann er í aðalhlutverki hér í förðuninni.

  1. Ég byrja að setja matta augnskuggann sem er vinstra megin í miðlínunni í globuslínuna og blandaði honum vel þar yfir með blöndunarbursta.
  2. Næst setti ég litinn hægra megin við hann yfir allt augnsvæðið og blandaði, blandaði, blandaði svo áferðin yrði sérstaklega mjúk.
  3. Dökki liturinn í neðri línunni hægra megin fór yst á augnlokið og ég dreifði honum léttilega upp eftir globuslínunni.
  4. Loks setti ég litinn vinstra megin í neðstu línunni yfir mitt augnlokið til að birta yfir miðju augnlokinu til að fá það til að ljóma alveg sérstaklega fallega.
  5. Undir augunum gerði ég það sama og ég geri í fyrstu skrefunum og ég setti alveg dáldið af skugganum og blandaði þeim frekar neðalega til að fá dramatíska áferð. Dökka litinn hægra megin í neðri línunni setti ég líka alveg í augnkrókinn og tengdi horn augans dálítið saman með blöndunarbursta svo innrömmun augans yrði áferðafalleg.
  6. Að lokum tók ég svo ljósa matta augnskuggann og nuddaði honum eftir útlínu augnförðunarinnar, undir augabrúninni til að fullkomna smokey áferðina.

Svo setti ég eyeliner og maskara á augnhárin en hér er það auðvitað Hypnose Volume-A-Porter sem fór á augnhárin – æðislegur maskari!!!

parís2

Mér finnst eitthvað svo ómissandi að setja svart inní vatnslínuna. Mér finnst umgjörð augnanna aldrei fullkomnuð fyr en það lokatouch er komið. Ég nota alltaf blautan eyeliner inní línuna þegar ég geri fíngerða augnförðun eins og þessa. Þá spilar glansinn frá eyelinernum svo skemmtilega með augnförðuninni. En ef ég er hins vegar að gera meira seyðandi smokey áferð þá hef ég blýant inní auganum – þá verður áferðin miklu mýkri.

parís7

Áferðin í blönduninni á augnskuggunum er alveg fullkomin og það er ekkert trix til að ná heni svona jafnri, formúlan er bara silkimjúk og svo er bara að blanda, blanda, blanda ;)

Virkilega falleg palletta og það komu mjög fá eintök af henni. Þetta er svona safngripur finnst mér eiginlega. Hönnun umbúðanna er virkilega skemmtilega útfærð og eins og ég segi þá er pallettan meira eins og clutch – fallegur fylgihlutur við dress hjá Parísarkonunni.

Þetta er stórt ár hjá Lancome, 80 ár sem eitt af fremstu förðunarvöru merkjum heims. Ég fékk líka æðislega fallega bók að gjöf frá Lancome í tilefni afmælisins sem ég þarf endilega að sýna ykkur við tækifæri. Það er svona bók þar sem maður andvarpar af hrifningu í hvert sinn sem maður flettir blaðsíðunum…

EH

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Annað dress: net & nýjir skór

Skrifa Innlegg