fbpx

Tumadress #2

Lífið MittTinni & Tumi

Mér fannst yndislegt að heyra hvað margar voru ánægðar með þá ákvörðun mína að deila aðeins meira mömmutengdu efni inná bloggið mitt. Fyrsta dressið hans Tuma vakti mikla lukku meðal annarra mæðra drengja og greinilegt að margir eru í sömu pælingum og ég með það hvað það sé lítið úrval af fötum á drengi.

Svo við Tumi ákváðum að skella strax í annarri dressmyndatöku – eða mamman ákvað það, litli herramaðurinn var ekkert alveg til í að pósa neitt of mikið.

tumadress6

Heilgalli: Mini Rodini frá Petit.is
Teppi: Huxbaby frá Petit.is
Babynest: Babynest Originalet frá Petit.is

Á þessu heimili er Babynestið ómissandi, það er ekkert notað jafn mikið og ég skil ekki hvernig ég komst af án þess að eiga það með Tinna Snæ. Það er svo kósý og dásamlegt og svo þess virði. Mér finnst persónulega þessi heimagerðu hreiður ekki falleg fyrir utan það að gæðin eru ekki jafn mikil og í þessum upprunalegu sem er gert úr svaka flottum efnum og það er endurvinnanlegt.

Plústeppið fangaði athygli mína frá því ég sá það fyrst og ég var alveg búin að ákveða að kaupa það fyrir Tuma en það er líka í stíl við rúmteppið okkar Aðalsteins. Það er svo fallegt og mjúkt og svo kósý að vefja litla stubb inní það.

Þennan dásamlega heilgalla fékk Tumi svo í sængurgjöf frá Linneu minni og við erum svoleiðis í skýjunum með hann. Tumi fékk líka köngla heilgalla í sængurjgöf frá Tinycottons sem ég sýndi einmitt á Instagram um daginn en það yndislega fatamerki fáið þið líka í Petit.is sem er klárlega uppáhalds barnavöruverslun okkar fjölskyldunnar og ég meina það heilshugar!

tumadress7

Nú er maður orðinn sex vikna gamall og mér finnst alveg dásamlegt að fá að eyða meiri og meiri tíma með honum á hverjum einasta degi. Eins og þið sjáið þá er snúllinn að jafna sig á hormónabólunum en mér finnst það svo sætt hann var eins og unglingur hér í nokkra daga en þetta er allt að koma. Það sem mömmunni finnst þó erfiðast við þær er þurrkurinn sem fylgir en þá er mikilvægt að bera gott rakakrem á húðina og ég valdi alltaf vörurnar frá Eucerin fyrir Tinna Snæ svo ég held því áfram. Svo er það líka alltaf kókosolían í baðið hjá honum þá verður húðin svo mjúk og vel nærð!

tumadress9

Að eiga mömmu sem er endalaust að taka myndir af sér getur stundum verið alveg mjög erfitt!

Ég mæli heilshugar með heilgöllum fyrir svona litla strumpa og mér finnst alveg fínt úrval af þeim núna – miklu meira en ég sá þegar Tinni Snær var svona lítill. Mér finnst bara svo þægilegt að klæða hann bara í eina flík, ekkert mál þegar þarf að skipta á bleyju og þetta eru svona kósý heimagallar. Ég á tvo úr Petit og svo tvo úr Lindex og þessir heilgallar eru í langmestri notkun af flíkum hér á heimilinu fyrir Tuma.

Næst fær svo stóri strákurinn dressfærslu en ég þarf endilega að sýna ykkur æðislega pollagallann sem ég var að kaupa fyrir hann!

EH

Á allra vörum - Einelti er ógeð!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Edda Sigfúsdóttir

    16. September 2015

    Sjá þennan litla snúð!! Hann er svo sææætuuur!