Ef þið fylgist með öðrum förðunartengdum bloggum hafa nýju varalitirnir frá Clinique vonandi ekki farið framhjá ykkur. Sjálf prófaði ég þá fyrst í tengslum fyrir nýjasta tölublað Reykjavík Makeup Journal en varalitirnir eru virkilega sérstakir að því leitinu til að þeir eru bæði varalitir og primer fyrir varirnar í senn…
Varalitirnir eru ofboðslega léttir og þeir rennda mjúklega yfir varirnar, primerinn sem er inní formúlunni gerir það að verkum að yfirborð varanna verður áferðafalleg og slétt. Það er þó alltaf miklu fallegra að skrúbba aðeins til varirnar og fjarlægja dauðar húðfrumur bara svona til að slétta yfirborðið svo varirnar verði enn fallegri! Auk þess er formúlan rakamikil og sér vörunum fyrir raka í alltað 8 tíma. Mér finnst litirnir persónulega líka endast mjög vel, það er alltaf talað um að endingin eykst með hjálp varalitablýants en mér finnst eins og formúlan sjái fyrir öllu sem blýanturinn myndi bæta við.
Ég valdi mér tvo alveg gjörólíka liti, gaman að eiga svona andstæður. Sá dekkri er auðvitað fullkominn svona kvöld litur og liturinn er mjög sterkur og flottur. Þann ljósari hef ég mikið notað bara svona hvers dags enda er liturinn þannig gerður að hann fer mjög vel saman við náttúrulegar farðanir og hann er líka bara virkilega fallegur eins og þið sjáið á myndunum hér fyrir neðan.
Clinique Pop Lip Colour + Primer í litnum Melon Pop
Hér er á ferðinni áferðafallegur og léttur bleiktóna varalitur með nude undirtón. Liturinn er mjög þéttur og hann gefur andlitinu mjúka og fallega ásýnd. Mér finnst þetta einn sá allra fallegasti í varalitalínunni frá Clinique því liturinn er svo tímalaus og klassískur og hann passar við allar farðanir og að sjálfsögðu við öll tilefni.
Clinique Pop Lip Colour + Primer í litnum Cola Pop
Ég dýrka hvað þessi litur er dramatískur og ýktur. Litatónninn er hrikalega flottur og alveg svona fullkominn kvöldvaralitur og líka svona ekta fyrir 20’s þema partý! Undirtónninn í varalitnum er brúnn en ekki plómu eða rauður sem gerir litinn enn dýpri og gerir það að verkum að hann fer mun fleirum en aðrir svona dökkir tónar. Þetta er svona ekta 90’s tískulitur líka – svo hann er algjörlega “in” núna ;)
Einn af stærstu kostunum við vörurnar frá Clinique er sá að þær eru alveg sérstaklega vel prófaðar í tengslum við ofnæmi og því er óhætt að mæla með þeim fyrir ofnæmispésa og þær sem eru með viðkvæma húð. Vörurnar eru einnig án ilmefna :)
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn í tengslum við vinnslu á efni fyrir Reykjavík Makeup Journal. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg