fbpx

Bronslituð augu við sumarlegar varir!

AugnskuggarAuguÉg Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistNáðu LúkkinuNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Föstudagslúkkið er dáldið glamúrousu í þetta sinn en það er einfaldlega vegna þess að ég var að fá svo tryllingslega flotta augnskuggapallettu sem ég gat bara ekki beðið með að prófa. Það er alltof langt síðan ég gerði svona ýkta kvöldförðun fyrir ykkur en ég vona að ykkur líki vel – burstunum mínum þykir alla vega voða gaman að rifja upp þessa takta!

Hér sjáið þið lúkkið…

brúnaugubjartarvarir6

… og að sjálfsögðu með lokuð augun…

brúnaugubjartarvarir7

Ég ákvað í staðin fyrir að para þessa dramatísku augnförðun saman við nude varir að setja frekar mjög bjartan og mattan varalit á varirnar til að gera förðunina enn líflegri. Stundum er gaman að gera það sem fólk býst síst við af manni eins og að leyfa vörunum og augunum að vera áerandi á sama tíma.

brúnaugubjartarvarir

Taupe Palette 35T frá Morphe Brushes – fæst hjá Fotia.is – smellið hér til að fara á síðuna

Hér sjáið þið þessa gordjöss pallettu! Ég fékk smá OMG móment þegar ég sá hana og annað þegar ég prófaði að pota í þá til að prófa pigmentin – þau eru ekkert smá falleg og sterk. Pigmentin komi mér á óvart ég átti einhvern vegin ekki von á því að þau væru svona svakalega flott. Ég er samt búin að sjá núna nokkrar farðanir með þessum augnskuggum t.d. á bloggunum hjá Elínu Ernu, Birnu Magg og Helenu Reynis á Snappinu og það voru einmitt þær sem kveiktu á forvitni minni og ég sá að þetta voru augnskuggar sem ég þurfti að kíkja á og prófa. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum ég get sagt ykkur það – ég varð bara yfir mig hrifin!

brúnaugubjartarvarir2

Mig langaði aðeins að fara yfir það með ykkur hvernig ég gerði förðunina og reyna svona að útskýra fyrir ykkur skref fyrir skref og lýsa því fyrir ykkur hvaða augnskugga ég var að nota útfrá því hvar þeir eru í pallettuni.

Ég byrja á litnum sem þið sjáið fyrir miðri mynd hér fyrir ofan. Ég gerði bara einfalt smokey með þessum lit og ákvað að nota hann til að skerpar á umgjörð augnanna og á skyggingunni þegar ég var að fullkomna förðunina á lokaskrefum hennar. Liturinn er neðstur í pallettunni næst lengst til hægri. Þetta er flottur, dökkur, kaldur litur sem mér finnst hafa mikið notagildi.

brúnaugubjartarvarir9

Þið sjáið þarna efst hjá mér að ég er með smokey áferð undir sanseringunni til að gefa augunum dramatískara yfirbragð.

brúnaugubjartarvarir3

Svo greip ég næst í annan mattan skugga hann sjáið þið þarna líka neðarlega, hægra megin á myndinni en þetta er aðeins hlýrri litur sem ég setti yfir mitt augnlokið til að gefa hinum smá hlýju og gefa auganu enn meiri dramatík – ég get stundum kolfallið fyrir smá dramatík – talandi um það – eruð þið ekki örugglega að fylgjast með Bachelorette!

En næst þá ákvað ég að blanda saman tveimur sanseruðum tónum yfir miðju augnlokinu – þið sjáið þá liti þarna á myndinni fyrir ofan – hlið við hlið. Annar er dáldið bleikur og hinn meira útí brons. Mér finnst tónarnir blandast alveg svakalega vel saman og ég fýla útkomuna. Bleiktóna sanseraðai skugginn fór svo líka í innri augnkrókinn en ég gerði það því ég vildi ná að leyfa augnkrókunum að tóna við augun.

Dekkri matti augnskugginn fór svo meðfram neðri augnhárunum og aftur sanseraða tvennan yfir það.

brúnaugubjartarvarir5

Mér finnst áferðin á þessum augnskuggum alveg ótrúlega falleg og þeir komu mér svo skemmtilega á óvart. Ég held ég geto bara klárlega sagt að þessir augnskuggar frá Morphe Brushes fara beint inná minn topp 10 lista ;)

brúnaugubjartarvarir8

Svo greip ég bara í svartan eyelinertús til að setja meðfram efri augnhárunum og ég setti sama lit inní vatnslínuna. Ég geri það einhvern vegin alltaf miklu frekar heldur en að setja eyeliner meðfram augnhárunum mér finnst litur í vatnslínunni ramma augun svo fallega inn. Svo setti ég bara maskara ég ákvað að segja pass við augnhárin í þetta sinn.

En að vörunum..

lagirlmatte2

L.A. Girl Matte í litnum Obsess fæst hjá Fotia.is – smellið hér til að fara inná síðuna

Annar svona fullkomlega mattur varalitur eða varagloss frá L.A. Girl – þessi litur er nú töluvert bjartari en sá sem ég sýndi ykkur fyrr í vikunni en sko alveg jafn flottur og grípandi!

brúnaugubjartarvarir4

Þetta er algjörlega fullkomið föstudagslúkk að mínu mati! Ég gef þessari augnskuggapallettu mín bestu meðmæli og ég mun klárlega grípa í hana næst þegar ég þarf að gera glamúr förðun  – mig langar líka smá að nota hana kannski í brúðarfarðanir í sumar, litirnir gætu alla vega virkað mjög vel!

p.s. ef þið væruð með mig á snappinu væruð þið löngu búnar að sjá þessa förðun – addið mér endilega ernahrundrfj ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Fullt af nýjum Baby Lips á Miðnæturopnun

Skrifa Innlegg