fbpx

Í sundtöskunni

HárHúðLífið MittSnyrtibuddan mínSS15

Ég hef bara sjaldan farið jafn mikið í sund og núna undanfarið. Mér líður bara svo vel í sundi og það hjálpar mér að slaka á í líkamanum sérstaklega þegar grindin mín er farin að öskra á mig af sársauka. Svo við fjölskyldan förum alveg sérstaklega mikið í sund þessa dagana sem er snild því Tinni Snær nýtur sín í botn í sundi og ég næ að vera svona talsvert liprari í sundi en ekki – svo ég næ að njóta mín betur. Það er eiginlega alveg magnað hvað það að hreyfa sig í vatni getur gert mikið fyrir mann og á meðan ég skrifa þessi orð þrái ég fátt meira en að slaka á í heita pottinum í Laugardalslauginni – úff hvað það væri ljúft!

En mig langaði að sýna ykkur hvað ég tek með mér í sundtöskuna, ykkur finnst þetta kannski alltof mikið en fyrir mér eru allar þessar vörur nauðsynlegar til að verja húðina í sundi, næra hana eftir sundið og að sjálfsögðu kroppinn líka að ógleymdu hárinu :)

sundtaskan7

Bikiníið fékk ég í Lindex, ég ákvað að vera ekki að fara að fjárfesta í sérstökum sundfatnaði fyrir meðgönguna því mér fannst hann eiginlega bara frekar dýr fyrir það hvað ég myndi kannski ekki nota hann lengi. En ég fann alveg æðislegar sundbuxur í Lindex undirfatabúðinni sem eru ekki með neinni harðri teygju heldur bara teygjanlegu efni sem bætist ofan á buxurnar svo þær skerast aldrei inní líkamann.

sundtaskan

Hér sjáið þið svo útbreiddar snyrtivörurnar sem koma með mér í sundið – hver annarri ómissandi!

sundtaskan2

Ég er nú þegar búin að lýsa ást minni á I Love… Mango & Papaya Bodybutter kreminu – ég elska ilminn af þessu og ég nota það alltaf á kúluna sérstaklega eftir sturtu og sund. Það hjálpar mér bara að slaka aðeins á húðinni sem er farið að strekkjast all verulega á enda líka farið að síga verulega á hana.

sundtaskan3

Sjampóið og nnæringin sem ég hef verið að nota undanfarið er frá John Frieda og eru vörurnar hugsaðar til að gefa hárinu strandarfíling. Það er ótrúlega góð myntu lykt af þessum vörum sem er alveg svakalega frískandi í sturtunni. Ég hreinsa hárið alltaf tvisvar í sturtu, eftir að ég fór að gera það þá hef ég getað sloppið með að þrífa hárið mitt miklu sjaldnar ég átti bara bágt með að trúa því fyr en ég komst uppá lagið með það. Nú þríf ég það sirka 2 í viku í staðin fyrir á tveggja daga fresti – þið getið ímyndað ykkur hvað ég er að spara í sjampó kostnaði þessa dagana! Eftir að ég er búin að hreinsa hárið tvisvar þá næri ég það með hárnæringu úr sömu línu.

sundtaskan4

Svo er það hárolían – þessa hef ég sýnt ykkur áður en hún er uppáhalds uppáhalds! Fæst reyndar ekki á Íslandi en í alvöru ef þið getið keypt þessa þá verðið þið að prófa. Hún er bara svo létt svo mér finnst hún ein af fáum olíum sem þyngja ekki hárið á mér. Ég úða henni bara yfir rakt hárið og hún ilmar svo svakalega vel!

Við hliðiná er svo nýtt rakakrem sem ég hef verið að prófa það er úr Regenerist Luminous línunni frá Olay en mér finnst þessi lína henta mínum þörfum mjög vel. Ég nota þetta krem yfir húðina á eftir seruminu mínu. Það er með breiða sólarvörn SPF20 svo það er virkilega flott í sumar, gefur einnig húðinni næringarríkan raka, meiri ljóma og jafnara litarhaft.

Þarna sjáið þið líka glitta í sólarvörnina sem ég nota þessa dagana frá Shiseido – þið sjáið hana betur á stóru hópmyndinni hér fyrir ofan. Þessi er alveg vatnsheld og ég set hana á mig áður en ég fer út í sundið. Mig langar alveg í fallegan ljóma og meiri freknur en ég vil þó alltaf gæta fyllsta öryggis og er því alltaf með góða sólarvörn sérstaklega í sundi – SPF30 eða SPF50 :)

sundtaskan5

Ég er ótrúlega spes með svitalyktareyða, mér finnst alls ekki margir henta mér. Ég var hrifin af þeim lífræna sem ég sagði ykkur frá um daginn en þegar ég fer í sund er gott að vera með einn sem tekur enga stund að bera á sig. Þessi græni frá Dove hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og eiginlega bara sá sem ég hef notað lengst af og finnst gefa mér góða vörn allan daginn.

Svo er það Stellan mín sem ég tek með mér útúm allt og er alltaf með á mér. Ef ykkur vantar góðan ilm fyrir sumarið þá verðið þið að skoða STELLA eau de Toilette – hann er æði!

sundtaskan6

Svo eru það serumin mín… þau eru tvö en bæði svo svakalega ólík! Ég nota þau eiginlega oftast bæði – annað er sjálfbrúnkuserum og hitt er rakaserum. Þetta frá Biotherm er sumsé með sjálfbrúnku í sér og virkar ótrúlega vel, það gefur einhvern vegin húðinni minni – minn lit sem er virkilega gaman. Svo örvar serumið líka húðina mína til að grípa í fallegan sólarlit og mér finnst húðin mín bara fá alveg ótrúlega fallegan og frísklegan lit með þessu. Ég nota það alls ekki á hverjum degi bara svona af og til til að fríska uppá húðina, en mér finnst eitthvað svo fullkomið að nota það eftir sun.

Svo er það Hydra Life serumið frá Dior, þetta er algjör rakabomba og ég dýrka það! Ég nota þetta 10 mínútum eftir að ég nota sjálfbrúnkuserumið ef ég nota það þá fyrst sem ég geri alls ekki alltaf. En þetta gefur húðinni samstundis raka og góða fyllingu sem mér finnst alls ekkert sjálfsagt. Fullkomið fyrir þær sem vilja bara rakamikið serum ekkert endilega einhverja virkni.

Þetta er samt ekkert kannski svo mikið… bara mátulegt hjá mér. Ég tek svo aldrei með mér neinar förðunarvörur enda finnst mér bara gott að leyfa húðinni að vera hreinni og frísklegri eftir góða sundferð – ég ber bara á mig góða vörn.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér hef ég annað hvort keypt sjálf eða fengið sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Bronslituð augu við sumarlegar varir!

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. aslaug

    6. June 2015

    æðisleg færsla. takk fyrir hana. :)
    ein spurning, hvar fást þessar John frieda hár- vörur ? :)

  2. Dísa

    7. June 2015

    Ég væri alveg til í að fræðast meira um biotherm brúnkuserumið!

  3. Sigrún H.

    11. June 2015

    Takk fyrir frábært blogg, elska það :D
    Biotherm brúnkuserumið hljómar MJÖG vel, væri til í að prófa það. Eins langar mig að spyrja hvort þú vitir um einhver góð after sun eða sólarvarnir sem eru “tan booster” ef maður er að fara til sólarlanda? :)

    Varðandi svitalyktaeyðinn, þá langar mig svooo mikið að allir hætti að nota þá sem eru með ÁLI í – trúi bara ekki að það sé gott fyrir líkamann ;) (sérstaklega þegar maður er með barn á brjósti) …bara smá “umhyggjupælingar”

  4. Erna

    16. July 2015

    mig langar mikið að vita meira um biotherm serumið! Sjá kannski mynd án þess og með því :)

    • Já ég skal vinda mér í það – það er samt ekki beint fyrir og eftir munur alveg strax – kemur smám saman með stöðugri notkun :)