fbpx

Til hamingju með afmælið…

FallegtIlmirSS15

Auðvitað finn ég mig knúnna til að óska einum allra vinsælasta dömuilm okkar tíma til hamingju með afmælið – ég held þið vitið það flestar að ég er bara það skrítin og mikil áhugamanneskja um ilmvötn :)

Eins og ég segi þá er einn allra vinsælasti dömurilmurinn sem fagnar í ár stórafmæli – eða 10 ára afmæli en það er Flowerbomb frá Viktor & Rolf. Ilminum er best líst sem dásamlegum blómvendi og ég veit ekki hvort það sé eitthvað betra en dásamlegur blómailmur á svona fallegum sumardegi. En í dag milli klukkan 17 og 19 er efnt til afmælisveislu fyrir ilmvatnið inní Debenhams í Smáralind – en ilmurinn fór fyrst í sölu þar fyrir 10 árum síðan og því viðeigandi að halda veislu þar. Í tilefni af afmælinu verður boðið uppá léttar veitingar og sumarilmur merkisin La Vie En Rose verður á sérstöku sumarverði. HÉR getið þið lesið ykkur til um viðburðinn.

En eins og ég segi þá er þessi ilmur alveg gríðarlega vinsæll. Þetta er ilmur sem mér finnst líklegt að margar ykkar hafi einhver tíman notað á lífsleiðinni. Viktor & Rolf er merki sem er þekkt fyrir gæði og þeir eru ekki að keppast við að senda frá sér nýja ilmi á hverju einasta ári – þeir leggja mikla vinnu í hvern ilm og allt umhverfis hann sem sást bersýnilega þegar BonBon leit dagsins ljós á síðasta ári sem er ilmur sem er einn af mínum uppáhalds. Merkið gerir mikið fyrir Flowerbomb og t.d. kemur alltaf sérstakt glas í sölu fyrir hátíðirnar þar sem búið er að setja Flowerbomb í sparifötin – eitt af því sem mér finnst alltaf gaman að sjá á hverju ári er hvernig hátíðarflaska Flowerbomb verður!

En hér sjáið þið Flowerbomb í ýmsum aðstæðum…

eb45de8ad7347126aa798ad7085dc164

Ilmurinn var fyrst kynntur á markað árið 2005 og honum lýst sem framandi blómailm. Toppnóturnar vekja forvitni hjá manni með blöndu af ferskum og sætum tónum bergamonts og græns tes. Hjartað er svo þar sem blómin mætast og krafturinn frá ilminum kemur. Hjartað er sambland blóma eins og Jasmín, Rósar, Fresíu og Orkídeu. Ilmurinn dýpkar svo í grunninn með Patchouli og Musk.

Glasið var hannað til að endurspegla kraftinn frá ilminum og nafn hans en það er í laginu eins og handsprengja – virkilega skemmtilegt og hugmyndafræðin aftur er svo mikilvæg hjá Viktor & Rolf sbr. BonBon.

Ég og Tinni Snær ætlum að kíkja við í afmælisveislunni á eftir og ég hlakka til – ég er í svo miklu sólarskapi í dag enda er ekki annað hægt. Svo endar ferðin líklegast með heimsókn í ísbúð ef ég þekki okkur mæðginin rétt!

Njótið dagsins – grillið – gleðjist – borðið nóg af ís og óskið Flowerbomb til hamingju með afmælið;)

EH

Færslan er á engan hátt styrkt bara til að vekja athygli ilmvatnsáhugaskvísa á skemmtilegum viðburð og fallegu ilmvatni***

Ég er að bilast yfir þessari línu...!

Skrifa Innlegg