fbpx

Bjútítips: Rauð augu no more!

AuguLífið MittMACMakeup Tips

Ég luma oftar en ekki á ýmsum sniðugum ráðum og ég þarf að reyna að vera duglegri að segja ykkur frá svona einu og einu í einu. Ráðið sem mig langar að byrja þennan nýja lið á er eitt af þessum klassísku og eflaust vel þekkt hjá mörgum ykkar og mögulega þekkið þið allar eitt tips sem er mjög svipað þessu en þó aðeins ýktara.

Ég set nefninlega ekki hvítan eyeliner inní vatnslínuna til að fá birtu yfir augun ég set nude litaðan!

rauðaugu6

Nude litaður blýantur eða eins og í þessu tilfelli hálfgerður hyljara blýantur er algjört must have í minni snyrtibuddu. Þegar maður hittir á rétta litinn er þessi litla lína algjör þreytubani, dregur úr roða í augum og gefur þeim einhvern vegin meiri og fallegri heild að mínu mati.

rauðaugu7

Ég hef lítið á móti því að nota hvítan eyeliner inní augun þegar það á við. Það gefur miklu ýktari birtu og hann sést mun betur. Hér er um að ræða svona leynilegt bjútítips sem sést ekki nema þegar vel er gáð að. Mig langaði að segja ykkur frá einum góðum blýanti sem ég nota hér í þessu lúkki og er í mikilli notkun þessa dagan vegna lítils svefns. Þessa dagana er það sem er í mestri notkun – EE krem, kinnalitur og þessi yndislegi hyljarablýantur sem er frá MAC.

Chromographic Pencil í litnum NC15/NW20 – oddurinn er sérstaklega mjúkur og kremaða formúlan dreifist ótrúlega jafnt yfir augað. Ég þarf bara að rennna honum þvert yfir vatnslínuna og þá er það komið. Liturinn sem ég nota hæfir mínu ljósa litarhafti mjög vel en lykillinn er að velja lit sem fer ykkur svo hann sjáist ekki. Ég veit nú fáar betri dömur í verkið en einmitt þær hjá MAC hér á Íslandi til að hjálpa ykkur að velja réttan lit. Mér finnt þó líklegt að flestar ykkar geti stokkið á sama lit og ég.

Munurinn er mikill eins og ég sýni ykkur hér fyrir neðan – þið sjáið hann langbest þegar þið sjáið fyrir og eftir!

Fyrir:

Ég er kannski ekki beint með mjög rauð augu en það er smá rauður litur í vatnslínunni sem getur orðið mjög áberandi ef ég á erfiða nótt en þá nýtist blýanturinn mér sérstaklega vel sem þreytubani!

rauðaugu8

Eftir:

Hér sjáið þið að augun fá mun fallegra og hlýlegra yfirbragð yfir sig. Ef ég væri með alveg hvítan lit myndi það draga mun meiri athygli að sér og það hentar kannski ekki dags daglega og ekki kannski um hávetur. Hér er á ferðinni bjútítips sem hentar við öll tilefni og allar veðráttur!

rauðaugu4

Eitt gott bjútítips á þriðjudegi – reynum að hafa þetta vikulegan lið – líst ykkur ekki vel á það ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Taktu 10. apríl frá!

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Hildur Ragnarsdóttir

    7. April 2015

    ég nota alltaf hvítan en væri mega til að prófa svona nude líka..

    sniðugt tips ;)

  2. Eva S.

    7. April 2015

    Ég nota svona nude liner frá Smashbox og hann er æði líka. Hann heitir Smashbox Always Sharp liner í litnum ‘Bare’. Alveg ómissandi í snyrtibudduna! ;)

  3. Elín

    7. April 2015

    Mig langar líka að vita hvernig hægt er að nota hann öðruvísi eða meira til að drýgja notagildið eða er blýanturinn fyrst og fremst gerður fyrir þessa notkun?

    • Þú gætir í raun líka notað hann eins og hyljara… hann er það mjúkur svo þú getur dreift vel úr honum. Hann er þéttur í sér og hylur því lýti sem getur verið erfitt að hylja. Svona ljósa blýanta er líka tilvalið að nota sem grunn fyrir augnskugga – t.d. setja línu þétt uppvið efri augnhár og dreifa úr litnum yfir augnlokið – þá ertu komin með dýrindis augnskuggaprimer sem gefur litum augnskugganna sem þú setur yfir mikið orkubúst og miklu betri endingu. Svona tvær hugmyndir sem mér dettur einna helst í hug :)

  4. Inga Rós

    7. April 2015

    Ég á einn svona frá Smashbox sem heitir Eye Beam, love it. Finnst hvítur allt of áberandi.

  5. Kristjana Fenger

    7. April 2015

    Sæl Erna. Mér gengur oft svo illa að fá blýanta til þess að endast eitthvað að viti í vatnslínunni. Eru einhver tips við það – eða eru það bara blýantarnir sem ég nota sem eru ekki nægilega góðir?

  6. Bjagga

    8. April 2015

    Er þessi vatnsheldur? Er ekki betra að nota vatnshelda blýanta í vatnslínuna, eða?