fbpx

Annað Dress: RFF dagur 2

Annað DressLífið MittNýtt í FataskápnumShopStíll

Aftur er annar æðislegur dagur í Hörpu að baki. Annar dagurinn á Reykjavík Fashion Festival var æðislegur og eins og ég hef sagt áður þá var skipulagning hátíðarinnar til fyrimyndar og allt gekk ótrúlega smurt fyrir sig. Ég var svakalega hrifin af sýningum dagsins og skemmti mér konunglega. Eina leiðinlega var þegar allt kláraðist og maður uppgötvaði að það væri alveg ár í næstu hátíð – ég fattaði þá líka að efti þetta ár verð ég orðin gift tveggja barna móðir! Já ég fékk smá sjokk þarna í Hörpu þegar ég fattaði það ;)

En mig langaði að sýna ykkur dress dagsins sem aftur var valið með það í huga að henta óléttri, handleggsbrotinni dömu sem vildi fá að vera smá skvísa!

rffdress5 rffdress6

Jakki: SELECTED
Þessi jakki – ég veit ekki hvað ég á að segja – elska litinn, elska sniðið og elska stílinn. Ég elska líka sérstaklega það að jakkinn hafi komist yfir gifið – ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur!

Skyrta: SELECTED
Þið vitið ekki hvað ég er búin að slefa mikið yfir þessaru skyrtu – bara á hverjum degi síðan hún kom fyrst. Ég á þónokkrar svona blússur úr búðinni og ég elska hverja og eina. Efnið er þægilegt og um kragann er efni með silkiáferð sem gerir hana fínlega. Ég tók hana í stærð 42 til að hafa hana rúma og líka svo hún myndi ná alveg yfir kúluna, klassísk flík sem passar við allt. Fýla að það er auðvelt að klæða hana upp með því að para hana við önnur klæði. Mér finnst hún gera buxurnar og jakkann aðeins fínlegri og þar af leiðandi dressið.

Buxur: SELECTED
Jæja ég veit ég er klikkuð – ólétt í gallabuxum en ef þið mynduð sjá strenginn á þessum mynduð þið skijla mér en strengurinn er bara teygja. Þær eru sjúklega þægilegar á góðu verði og til í fullt af litum ég þarf eiginlega að eignast fleiri svona. Það var ekki fyr en um kvöldið þegar kúlan var orðin enn stærri sem ég þurfti að hneppa frá eins og þið sem fylgist með mér á Instagram sáuð ;)

Skór: Bianco
Ég fann þessa skó inní skáp hjá mér um daginn. Þessa fékk ég í haust en ég elska litinn á þeim. Stundum er maður svo fyndinn með svona – um leið og maður fær nýja skó fara aðrir inní fataskáp og gleymast. Ég ætla ekki að láta það gerast aftur fyrir þessa í bráð. Ég er sjúk í þennan lit og ef ykkur líst vel á hann líka þá eru að koma nýjir skór inní Bianco fyrir helgi í sama lit!

rffdress3

Þið verðið að afsaka en ég bilast stundum yfir þessari bumbu – hún er svo krúttleg. Eins og ég hef sagt áður er hún með sjálfstæðan vilja. En um helgina var hún stór og mikil en í gær og í dag er hún búin að vera voða lítil og pen – finnst þetta voða skemmtilegt.

rffdress2

Ég dýrka landið okkar – myndin er tekin um miðjan dag þar sem sólin lét svo sannarlega sýna sig en um morguninn var hávaðarok og stormur sem reif upp tré með rótum! Birtan inní Hörpu var alveg dásamleg svo það var lítið mál fyrir tvær vinkonur að taka nokkrar dressmyndir af hvor annarri.

rffdress

Ég valdi að vera með eins náttúrulegar farðanir og ég gat báða dagana en valdi mér fallegan varalit í hvort skipti til að gefa andlitinu smá vorlegt yfirbragð. Þennan dag valdi ég uppáhalds varalitinn minn frá MAC sem heitir Please Me. Ég er búin að vera ástfangin af þessum síðan ég fékk hann í gjafapoka á sýningu Ganni á tískuvikunni í Kaupmannhöfn í fyrra. Hann er bleikur með rómantísku yfirbragði og gefur matta áferð – ég dýrka hann og mæli 100% með honum.

Takk fyrir mig RFF og Harpa – sjáumst að ári!

EH

Michael Kors: Sporty, Sexy, Glam!

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Þórdís

    17. March 2015

    ég er skotin í þessari skyrtu! áttu nokkuð link á hana, er hún til í búðunum núna?

    Þórdís

  2. Jóna

    17. March 2015

    Talandi um handleggsbrot, góður fréttirnar eru þær að þú mátt samt teljast heppin að vera bara með aðra hendina í gifsi,

    Kveðja

    konan (sem þá var stelpa) sem var eins og górilla í 6 vikur með gifs á báðum eftir að hafa brotið báðar hendurnar í einu

    • Ó gvuð! Já veistu maður verður að reyna að líta á björtu hliðarnar – ég segi einmitt við sjálfa mig að sem betur fer er ég rétthent :)

  3. Guðrún Kristín Kristins

    17. March 2015

    voðalega líturu samt vel út! Alveg gullfalleg móðir! :))

  4. Kara

    17. March 2015

    Alltaf svo glæsileg! :)

  5. Inga Rós Gunnarsdóttir

    18. March 2015

    Á þennan varalit einmitt og finnst hann alls ekki jafn flottur á mér, hann er svo litlaus á mér eitthvað en punchy á þínum vörum. O jæja það hentar ekki það sama öllum :D

  6. Lena

    19. March 2015

    Hvaðan eru buxurnar?

  7. Bergþóra

    20. March 2015

    Hæhæ, hvað heita buxurnar sem þú ert í ? :)