fbpx

Miðvikudags… Blátt Smoky!

DiorLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Stundum þá get ég alveg komið mér á óvart með frumlegheitum, en þegar maður gerir stundum fátt annað en að prófa nýjar og skemmtilegar förðunarvörur þá skortir stundum hugmyndaflugið og stundum – bara stundum dettur maður í það sama aftur og aftur. Ég fékk mjög fallega bláan augnskuggablýant um daginn og það varð úr að ég ákvað að gera bláa smoky förðun eitthvað sem ég geri ekki oft – ég er svona þessi týpíska bananaskyggingarkona nefninlega :)

Svo fannst mér þetta líka bara efni í skemmtilega miðvikudagsfærslu en það er ekkert á hverjum degi sem maður skartar blárri augnförðun með miklu glimmeri og jafnvel er hér á ferðinni förðun sem hægt er að leika eftir fyrir boð eða ball næstu helgi því í raun er þetta ein auðveldasta förðun sem hægt er að gera og sú fljótlegasta!

bláttsmoky2

Blár er fallegur litur og hann fer vel mörgum konum, ef þið eruð t.d. með grá augu með svona léttum grænum eða bláum blæ þá kallar blái liturinn fram litinn í augunum ykkar hann styrkir augnlitinn svo um munar. Hjá mér sem er með svona brún augu með léttum grænum blæ sem birstist allt í einu þá styrkist liturinn enn frekar og hann verður þéttari. Hér fyrir ofan sjáið þið glitta í græna kanta hjá mér en brúni liturinn um mið augun er enn sterkari en oft áður.

Við skulum nú aðeins fara yfir það hvernig á að fara að til að ná þessari förðun…

Eins og ég sagði þá er ég að nota nýjan augnskuggablýant. Blýanturinn er frá Dior og er úr nýrri vorlínu merkisins. Varan verður samt í föstu úrvali héðan í frá en merkið nýtir vorlúkkið til að launcha blýöntunum. Það var eitthvað við þennan bláa tón sem kallaði á mig, vísast er augljóst val að velja sér svartan lit en mér finnst alltaf skemmtilegast að sýna þessa liti sem eru kannski ekki alltaf augljóst val.

bláttsmoky10

Blýanturinn heitir Diorshow Kohl og hann er svona dökkblár en það eru til nokkrir mismunandi litir og í vorlúkkinu kom sumsé einn sem er bara með lúkkinu en hinir litirnir þar á meðal þessi haldast í úrvali áfram.

bláttsmoky9

Formúla litarins er mjög mjúk og áferðafalleg, það er lítið mál að vinna með litinn, mýkja hann og svo ef maður vill styrkja eða þétta litinn meira þá er lítið mál að bæta bara á. Svo þegar oddurinn minnkar þá er bara skrúfað upp meira magn með því að snúa endanum.

Það sem ég geri hér er að ég maka bara litnum yfir augnlokið, fyrst passa ég að fara alveg þétt uppvið augnhárin svo það verði ekkert bil. Svo nota ég blöndunar burstann til að klára dreifinguna og mýkja áferðina og jafna litinn. Svo geri ég eins meðfram neðri augnhárunum. Þetta getur ekki verið einfaldara – ef þið viljið svo bara halda lúkkinu svona þá getið þið bara bætt við t.d. svörtum eyeliner og sett maskara og svo væri þá lúkkið bara til, ég ákvað hins vegar að bæta aðeins á sem var að setja æðislegan grátóna augnskugga með glimmeri ofan á – gefa lúkkinu smá úmpf!

bláttsmoky3

Svo ég setti mono augnskuggann úr vorlúkkinu yfir bláa litinn og þessir tveir tónuðu svona svaka vel saman og úr varð svona köld blátóna glimmer smoky augnförðun. Augnskugginn heitir Fairy Grey og er sumsé grátóna með fallegri glimmeráferð sem kemur í alls konar flottum litatónum. Þið sjáið hann hér aðeins neðar í færslunni ásamt öðrum vörum sem ég notaði í lúkkið.

bláttsmoky4

Svo toppa ég bara lúkkið með blautum eyeliner, björtum kinnali, og léttum varalit. Við þetta lúkk er kannski ekta að vera með nude varalit en mig langaði það einhvern vegin ekki ég vildi gera eitthvað aðeins örðuvísi svo ég setti glansandi og nærandi varalit á varirnar svo auðvitað bara nóg af maskara. Augabrúnirnar fá helst alltaf að vera bara viltar og ég set í mesta lagi þessa dagana litað augabrúnagel á þær.

Hér sjáið þið aðrar vörur sem ég nota til að gera lúkkið – allar vörurnar þrjár á myndunum eru úr vorlúkkinu frá Dior, kinnalit í litnum Cherry Glory, Rouge Dior Baume í litnum Gala og svo mono augnskuggann í litnum Fairy Grey. Virkilega góðar vörur og Dior aðdáandinn ég er svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með þetta vorlúkk. Vorlúkkið frá Dior er eitt það stærsta í ár og hér eru frábærar vörur sem þarf ekkert endilega að tengja við vor enda sjáið þið að ég náði alveg að gera voðalega kalda augnförðun sem hæfir snjóstorminum sem hefur geysað hér síðustu daga!

bláttsmoky

 

Lakkið sem ég er með og paraði með þessari köldu förðun er svo sannarlega ólíkt því en mér fannst peach liturinn tóna fallega við þann bláa. Ég er mikill Dior naglalakka aðdáandi og ég vel þau yfirleitt fyrst fremur en önnur lökk. Eftir að nýja formúlan kom svo á síðasta ári finnst mér lökkin ennþá fallegri en áferðin minnir svo sannarlega á gel naglalökk. Mögnuð staðreynd er svo að þessu lökk endast alltaf fullkmlega hjá mér í marga daga og eru einu lökkin sem lifa það af að ég fari að merchandise-a inní Vero Moda – vegnulega rústa ég nefninlega nöglunum mínum alltaf en ekki þegar ég er með þessi lökk.

Fallegi liturinn Majesty er einn af þremur litum úr vorlúkkinu en auk þeirra er svo skemmtilegt confetti yfirlakk.

bláttsmoky11

Svona fór ég fín á starfsmannafund hjá Vero Moda um daginn – það vakti mikla lukku enda er ég yfirleitt alveg ómáluð í vinnunni svo þetta sýndi mig kannski í nýju ljósi ;) Mæli algjörlega með svona augnskuggablýöntum þeir eru svo góðir í notkun, hjálpa augnförðuninni að endast betur þar sem þeir virka líka sem primerar og svo er gaman að nota svona litaða blýanta undir ljósari skugga til að fá nýja áferð á litina.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Nýjustu snyrtivörukaupin

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sigrún Eygló Fuller

    18. February 2015

    Naglalakkið…hvaða lakk ertu með? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      18. February 2015

      Afsakið! undirrituð steingleymdi að setja þá mynd með í færsluna hún er þó komin á sinn stað ;)