fbpx

Útitekin Andlit – Makeup Trend Alert!

Kannski finnst ykkur þetta trend einum of mikið 80’s en þetta er skemmtilegasta trendið að mínu mati. En með því að blanda fallegum og áberandi litum við ykkar litarhaft lítið þið alltaf út fyrir að vera nýkomnar inn úr hressandi skokki – húðin verður svo fersk og lífleg.

Michael Kors FW 2012

Rodarte FW 2012

AF Vandevorst

Issa

Þetta eru kannski svolítið ýkt dæmi en það er oft þannig á tískupöllunum. Kinnalitur á að fara í epli kinnanna svæðið sem verður hringlaga og útstætt þegar þið gerið stór bros. Svo ef þið viljið ýkja hann aðeins þá færið þið litinn uppmeð kinnbeinunum. Reglan er að setja sólarpúður undir kinnbeinin og kinnalitinn á þau – þá poppa þau út og gefa andlitinu fallega lögun.

Kinnalitur er ein af uppáhalds förðunarvörunum mínum – mér finnst þetta alveg vanmetin vara því hún getur breytt svo ótrúlega miklu við útlitið okkar. Ég hvet ykkur til að prófa ólíka og nýja liti á hverjum degi bara eftir þí í hvernig skapi þið eruð. Ég hef mest notað krem kinnaliti á sjálfa mig undanfarið því mér finnst koma svo fallegur glans – ég held ég skipti þó yfir í púðurlitina í vetur, ég skiptist líka eftir árstíðum. Glans á sumrin og matt á veturna.

EH

p.s. ég er að rembast við að taka fallegar makeup how to myndir á kvöldin, þær eru bara ekki alveg að koma nógu vel út. En þetta verður nýjung á nýju síðunni minni sem fer vonandi að birtast sem fyrst. Útitekna lúkkið er komið á hugmyndalistann og endilega sendið mér ef það er einhver sérstök förðun sem þið væruð til í að læra að gera:)

Sjálfspíning?

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Anonymous

    16. August 2012

    Væri til í að læra að gera förðunina hennar Cheryl Cole..sérstaklega augun…:)

  2. Asa

    17. August 2012

    Væri gaman ef að þú myndir sýna nokkrar gerðir af flottum kinnalitum og áhrifin sem að það hefur :) og þá hvar þeir fást.. Kannski hvaða litir henta ákveðnu litarhafti og hvað hentar hverju andlitsfalli.

  3. Edda Sigfúsdóttir

    17. August 2012

    Við getum haft eitt make up kvöld saman, ég skal taka make up myndirnar, þú veist ekki hvað er fín birta í svefnherberginu hjá mér sko, þú veist það ekki sko! Híhí