Á stuttum tíma bættust tvö ný plaköt í safn okkar parsins og í gær fórum við loksins í IKEA og keyptum rammana sem okkur vantaði fyrir þau. Eitt er nú þegar komið uppá vegg en hin tvö bíða spennt eftir að við finnum stað fyrir þau. Miðað við framkvæmdagleðina í okkur verður það þó ekki strax þar sem við sjáum fyrir okkur að gera aðeins fleiri breytingar á húsnæðinu vonandi í vor eða sumar sem þýðir að plakötin fara líklegast ekki uppá vegg fyr en eftir að þeim líkur. En það þýðir líka að það koma engar myndir heldur af íbúðinni fyr en eftir þær breytingar því miður!
En hér eru nýju fínu plakötin….
Parísarkortið fékk ég í afmælisgjöf um árið og mér þykir mjög vænt um það. Ég elska París og allt við þessa fallegu borg og hlakka mikið til að ferðast þangað aftur og skoða mig enn betur um. Við fórum fyrir núna ábyggilega 3 árum síðan og ég hef ekki hætt að hugsa um París síðan þá. Svo plakatið hjálpar mér að láta mig dreyma um að vera stödd á götum borgarinnar.
I Love My Type, þetta fína plakat fengum við að gjöf og ef ég fengi að ráða þá myndi ég setja það upp fyrir ofan rúmið okkar – en það er nú kannski betra að sleppa því þar sem það væri ekki gott að fá það í hausinn. Ég vil samt að það fari upp inní svefnherberginu okkar :) Fyrir áhugasamar þá fást þessi plaköt í vefversluninni Minimal Decor – I LOVE MY TYPE.
Mig hefur alltaf lúmskt langað í Andy Warhol plakat og mágkona mín las greinilega hugsanir mínar og gaf okkur þetta plakat í jólagjöf. Hún er svo metnaðarfull og dásamleg að hún fann að sjálfsögðu leið til að kaupa plakötin í Svíþjóð og fá þau send heim. Þetta er það eina sem er komið upp og ég er virkilega ánægð með það – hef líka voða gaman af þessum orðum skemmtilega kaldhæðin!
Ætli plakata tískan sé nokkuð að fara að hverfa, ég vona ekki ég hef voða gaman af þessum þremur alla vega. Áður vorum við bara með málverk og eina og eina fjölskyldumynd svo mér finnst gaman að blanda þessum plakötum með þó málverkin dásamlegu sem tengdafaðir minn gerði fá aldrei að hverfa hér af veggjum.
Ótrúlegt að hugsa að hálfu ári eftir flutninga séum við ekki enn búin að koma okkur almennilega fyrir í íbúðinni svo ég geti boðið ykkur í heimsókn með myndum á blogginu en þegar maður kaupir gamla íbúð er margt sem maður vill gera og margt sem þarf að laga – við erum enn á fullu og innan skamms verður íbúðin algjörlega okkar!
EH
Skrifa Innlegg