Mér hefur alltaf þótt voða vænt um þetta einfalda orðatiltæki og ég hef mikið lifað eftir því og það hjálpað mér í erfiðum ákvarðanatökum. Ég tók ákvörðun í gær að enda einn af köflunum í viðburðarríkri ævi, ákvörðunin var ótrúlega erfið og ég get ekki annað sagt að nokkur tár hafi lekið eftir kinnunum. Tárin voru þó bara þakklæti og ætluð dásamlegum minningum og reynslu sem ég hef náð að safna síðustu árin. Ég trúi því að tækifæri séu á hverju strái og maður megi aldrei sleppa af þeim takinu nema maður sé fullviss um að það sé rétt ákvörðun. Ég tók rétta ákvörðun í gær, erfiða en rétta, voðalega áttar maður sig þá á því að maður er orðinn fullorðinn :)
Orðin hér fyrir neðan eiga líka vel við þessa ákvörðun…
Njótið lífsins og ekki lifa í eftirsjá hvort sem það er í ykkar persónulega lífi eða í vinnunni – lífið er alltof stutt – þetta eru bestu meðmæli sem ég get gefið***
EH
Skrifa Innlegg