Ég fékk sýnishorn af tveimur vörum úr fyrstu línu ársins 2015 frá MAC fyrir stuttu og ég er loksins að koma mér í gírinn til að sýna ykkur þær almennilega. Það er eins og egóbústið til að taka endalausar selfie myndir minnki smá eftir veikindi – húðin mín er í all svakalegu ásigkomulagi get ég sagt ykkur en það er ekkert sem hinn einstaki Diorskin Star farði tæklar ekki.
En önnur þessara tveggja vara var varalitur svo mér datt í hug að skella í eina dagbókarfærslu enda alltof langt síðan sú síðasta var skrifuð. Hér sjáið þið vörur úr línunni Lightness of Being frá MAC sem er nú fáanleg í báðum verslunum MAC á Íslandi.
Mér finnst þetta dáldið fallegur varalitur – hann er svaka 90’s, léttur og nærandi og fer mínu litarhafti vel. Af þeim litum sem komu í línunni hefði ég alltaf valið þennan svo ég var mjööög lukkuleg að fá hann ;)
Liturinn heitir Taupe Wood og er af tegundinni Mineralize frá merkinu.
Mineralize varalitirnir frá MAC eru einstakir af því leitinu til að formúlan er léttari en hjá venjulegum varalitum, þeir gefa vörunum mikla næringu svo þeir henta vel konum með þurrar og viðkvæmar varir og þeir gefa ekkert eftir í styrkleikum pigmenta. Þetta er svona léttari útgáfan af varalitunum frá MAC og ég elska allt við þessa liti því ég finn ekkert fyrir þeim á vörunum. Ég hef átt nokkra í gegnum tíðina og kosturinn við þá er að maður getur sett þá blindandi á sig – þeir renna svo mjúklega eftir vörunum og það er skemmtilegt að nota lögunina á þeim til að móta varirnar. Svo gæti ég auðvitað nota varablýant undir til að auka endingu en ég ákvað að gera það ekki hér. Sjáið svo hvað liturinn glansar fallega – gefur ekkert highlighternum á kynnunum mínum eftir!
Á myndinni hér fyrir ofan sjáið þið líka augnskuggann sem ég fékk úr línunni – hann er líka úr Mineralize línunni frá af tegundinni Mineralize. Ég elska þegar það er svona skemmtilega öðruvísi áferð á púðurvörunum í línunum frá MAC – mér finnst þessi voðalega hlýleg og skemmtileg og minnir á áferð í fallegri prjónaflík og lúkkið á sængurverasettinu frá Esja Dekor sem mig langar svo í!
Mér fannst ekki beint passa að gera lúkk með augnskugganum og varalitunum saman ég hefði kannski orðið of mikið 90’s svona á mánudegi en líklega púllað það um helgi. Augnskugginn er tvöfaldur og ég ákvað svona aldrei þessu vant að taka létt swap af litnum til að sýna ykkur hvernig hann er. Ég renndi yfir hann þannig að ég náði báðum litunum í einu. Sjáið hvað pigmentin eru sterk! Ég nuddaði mjög létt :)
Liturinn á augnskugganum heitir Unhibited.
Hér sjáið þið svo alla vörulínuna í heild sinni. Línan inniheldur augnskugga, kinnaliti, ljómapúður, varaliti, varagloss, naglalökk og svo eru paraðir eyelinerar og burstar sem henta vel með og í vörurnar. Línan einkennist af Mineralize vörum sem eru mjög vinsælar hjá merkinu.
Að lokum langar mig að mæla með því að þið fylgist með MAC á Facebook. Verslanirnar eru með sína síðu hvor þar sem dömurnar deila með alls konar skemmtilegum förðunum, förðunarráðum og fréttum úr MAC heiminum. Þú telst nú helst ekki snyrtivöruaðdáandi nema þú fylgist með vinsælasta snyrtivörumerkinu á Íslandi á Facebook ;)
Annars er væntanleg klikkaðslega flott lína inní MAC núna í mars. Þið finnið umfjöllun um hana ásamt vorlínum frá öðrum snyrtivörumerkjum á Íslandi í næsta Reykjavík Makeup Journal. Sú lína sker sig sko all svakalega frá hinum – það eru alltaf spennandi hlutir að gerast hjá merkjunum og svona samstarfslínur eins og vorlínan eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Meira um hana síðar!
Æjj vitið þið það hressti mig aðeins við að skella í varalitadagbókarfærslu – sérstaklega með einum svona ekta 90’s lit ;)
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg