Þá er komið að næsta aðventuleik á síðunni minni og eins og áður þá verða alls konar glaðningar og í þetta sinn er glaðningurinn í formi hátíðarklæðnaðar frá versluninni Esprit í Smáralind. Ég kíkti þar við um daginn til að skoða úrval kjóla og velja þá sem við vildum gefa konum kost á að eignast.
Sjálf á ég nokkrar flíkur úr þessari fallegu og klassísku verslun og við höfum oft fundið líka falleg herraföt á Aðalstein þar – ef þið hafið ekki kíkt við þar nú þegar þá er um að gera að skella sér í Smáralindarferð ekki seinna en í dag :)
Hér fyrir neðan sjáið þið kjólana sem gætu orðið ykkar. Ég ákvað að leyfa myndunum sem ég fékk frá Esprit að halda sér því ég kann svo vel að meta það að kjólarnir eru bæði sýndir á vörumynd og á módeli – bæði framan á og aftan á svo þið ættuð að fá góða hugmynd um hvernig kjóllinn er í raun.
1. Sá eini sem í boði er sem er í lit. Þessi fjólublái er ótrúlega klassískur og gæti vel nýst í vinnu líka – það er bara um að gera að para rétta fylgihluti við hann.
2. Ég fýla sniðið á þessum kjól í botn – hann kemur virkilega fallega út og hálsmálið gerir hann svo hátíðlegan.
3. Mér finnst þessi alveg dásamlegur – ekta svona 60’s kjóll sem ég er viss um að Frú Kennedy myndi glöð hafa klæðst. Rendurnar gera mikið fyrir kjólinn sem er með 3/4 ermum fyrir þær sem finnst það betra.
4. Þessi kjóll er alveg glæsilegur og gæti vel gengið á áramótum eða aðfangadag. Þó hann sé nú alveg flottur á þessari mynd er hann enn flottari í eigin persónu!5. Þessi kallaði á mig úr rekkunum inní Esprit og hann kom svo vel út á einni gínu í búðinni að ég féll alveg fyrir honum. Finnst miðja kjólsins sérstaklega falleg en hún ýkir kvenlegan vöxt og mótar líkamann á fallegan hátt.
6. Að lokum svo kjóllinn sem ég myndi velja mér af þesusm 6. Blúndan á efri hluta kjólsins gerir hann svo elegant og fínlegan og mér finnst mjög flott að módelið sé bara í töff ökklastígvélum við hann – ég myndi líka gera það til að gera hann aðeins töffaralegri.
Það sem þið þurfið að gera til að taka þátt er að:
1. Deila þessari færslu.
2. Skrifa í athugasemd hér fyrir neðan hvaða kjól þið mynduð vilja, setjið endileg nr. hvað kjóllinn er og látið svo fylgja með í hvaða stærð. Esprit er með evrópsk nr. svo þau eru yfirleitt frá 36-44 – ef þið vitið ekki hver af þeim stærðum er ykkar getið þið líka notað S-XL og við ættum að geta giskað á stærð útfrá því :)
Ég dreg svo af handahófi úr öllum athugasemdum á þriðjudaginn og gleð heppin lesanda með fallegum hátíðarkjól!
EH
Skrifa Innlegg