fbpx

Múmínsafnið!

Ég Mæli MeðFallegtFyrir HeimiliðLífið MittTinni & Tumi

Ég fékk hrikalega krúttlegan póst um daginn þar sem einn lesandi bað mig að deila með sér á blogginu myndum af Múmín bolla safninu mínu – ég gat nú alls ekki sagt nei við því enda nýti ég hvert tækifæri til að státa mig af þessu fallega safni og koma fram sem múmínfíkillinn sem ég er. Hvernig er annað hægt en að dýrka þessi fallegu dýr eða tröll – ég veit aldrei hvað ég á að segja með þau:)

Safnið mitt er orðið ansi stórt og veglegt og ég mun seint hætt að bæta í það. Ég er mjög montin af safninu mínu og verð það sérstaklega þegar einhver hefur orð á því við mig – best var þó þegar starfsmaður í verslun sem selur múmínhúsbúnað hrósaði mér sérstaklega fyrir fallegt safn í skoðunarferð minni um búðina hennar – ef ég man rétt var ég að sjá hvort einhver bolli sem ég var að bíða eftir væri kominn í sölu.

Í nýja eldhúsinu okkar ákváðum við að hafa enga efri skápa – bara opnar hillur þar sem fallegir eldhúsmunir fengju að njóta sín, þar á meðal eru bollarnir.

múmín5

Hillan er alveg hvít og þar eru nánast bara glærir hluti – iittala og svona – svo bollarnir lífga svo sannarlega uppá þennan vegg sem er kærkomið.

múmín13

Safnið var allt dregið fram til í myndatöku – það var lítið mál enda alvant lið ;)

múmín18Hér sjáið þið nýjustu bollana mína. Aðalsteinn hefur fyrir löngu sett mig í múmínbolla innkaupabann. Ég stalst þó til að kaupa jólabollann í ár þegar ég var í London (þegar hann sá ekki til). Hinir tveir eru í safninu vegna þess að ég á yndislegt fólk að sem reynir alltaf að gefa mér bolla sem mig vantar í safnið – það hefur engum samt tekist uppá síðkastið en það er í góðu lagi því ég skipti bara í þá bolla sem mig vantar – svo alls ekki hætta að gefa mér bolla!

 

Bollarnir eru s.s. hátíðarbollinn, nýji snorkstelpu bollinn og nýji múmínpabba bollinn. Í síðustu endurnýjun voru einstaklingsbollar múmínálfanna settir í endurhalningu. Gömlu bollarnir voru teknir úr framleiðslu og nýjir settir í sölu. Ég er reyndar mjög hrifin af nýju mömmu og pabba bollunum en ég kýs þó frekar gömlu bollana með múmínsnáðanum og snorkstelpunni. Snorkstelpu bollinn gamli er sá eini af þeim sem ég á ekki og mér finnst það ömurlegt – ég er að mana mig uppí að taka þátt í uppboði á honum á ebay – ég hef þó ekki gefið undan þrýstingi sjálfrar mín enn.

múmín12

Hér sjáið þið nýju bollana – mömmu bollann fékk ég sendan sem gjöf frá aðal múmín vefversluninni – múmín skrifin mín vöktu athygli í Finnlandi – það er staðfesting á því að ég er alvöru múmín aðdáandi :)

múmín11

Hér eru svo gömlu bollarnir – ef einhver lumar á gulum snorkstelpubolla sem er í engri notkun og langar að gleðja múmínhjartað mitt má sá hinn sami hafa samband ASAP! Ég er til í að borga fullt verð á múmínbolla útí búð – þetta er ekki grín :)

múmín14

Svo eru það jólabollarnir mínir, ég á bolla frá 2012, 2013 og 2014. Þessir fá að standa frammi allan ársins hring enda ekkert svo jólalegt við þá nema jú kannski 2013 bollann.

múmín10

Svo eru það safnarabollarnir mínir, 100 ára afmælisbollinn, sumarbollinn frá 2014 og bollinn úr skemmtilegu framhaldssögu línunni :)

múmín9

Ég gat ekki skilið aðra bolla útundan svo hér sjáið þið restina af mínum bollum. Ég á ekki nokkra og það er viljandi gert að ég eigi ekki Míu bollann. Þeir sem þekkja mig vita að Mía er uppáhalds karakterinn en mér finnst bollinn hennar ekki nógu flottur! Ég krosslegg fingur og vona að sá bolli fái nýtt lúkk bráðum. En ef einhver þarna lumar á röndótta sápukúlubollanum hennar Míu þá má enn aftur hafa samband – ég girnist hann!

múmín4

Sannkallað eldhússtáss!

Fyrir einhverju síðan var ég beðin um að deila myndum af öðru múmíndóti en bollunum sem ég á – ég mundi allt í einu eftir því svo ég gróf ofan í skúffur og skápa og reyndi að týna til mest af því sem ég á – múmín jólaskrautið vantar samt það er ekki enn komið uppúr kössum.

múmín8

Kökuspaði, desert skeiðar, viskustykki og hnífapör fyrir Tinna Snæ.

múmín7

Þennan dásamlega pott fékk ég í afmælisgjöf frá ömmu Aðalsteins sem er frá Finnlandi. Við tvær deilum áhuga á múmín og skiptumst reglulega á múmíngjöfum :)

múmín6

Ég tók tímabil þar sem ég varð alveg bakkasjúk! Þessir hafa þó reynst vel t.d. í afmælum og til að reiða fram alls kyns veitingar. Fullkomnir t.d. undir jólasmákökurnar :)

múmín3

Við fengum þessa tusku í jólagjöf á síðasta ári ef ég man rétt – ég hef aldrei tímt að nota hana og því er henni stillt upp með bökkunum inní eldhúsi. Þessar eru sjúklega krúttlegar og til alls konar myndir – þær eru á góðu verði og fullkomin auka jólagjöf fyrir þá sem deila hrifningu minni á múmín.

múmín2

Svo er það múmínsafnið hans Tinna Snæs sem er jafn hrifinn af tröllunum og mamma hans – pabbi keypti alla bangsana úti í Finnlandi sumarið fyrir komu Tinna Snæs og sonurinn er óskaplega hrifinn af þeim. Tinni Snær getur t.d. ekki sofnað án þess að hafa einn af múmínálfunum hjá sér og samkvæmt honum eiga hann, mamma, pabbi og múmín heima á S85 :)

múmín

Tinni Snær fékk svo þennan sæta og hola múmínsnáða að gjöf frá langömmu sinni um daginn. Þetta er í raun taska sem er t.d. hægt að setja náttföt í þegar Tinni fer í gistingu – þá er hann með allt sem hann þarf og múmínbangsa til að kúra með – þessi angi fæst í Suomi Prkl á Laugaveginum. Hann þarf þó að fara í þvott eftir að hafa lenti í bláberjasultuárás :)

Hér er mitt múmínsafn – ég er alveg dolfallinn múmínfíkill og hef hér með sannað það fyrir þeim sem efuðust (sem ég tel ólíklegt að einhver hafi nokkur tíman gert).

EH

Fyrsti í jólabakstri

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Sveinbjörg

    17. November 2014

    Þetta er almennilegt safn :) sammála með Míu bollann, finnst hann ekki must have! En röndótti Míu og gamli Snorkstelpu eru æði :) Maður þyrfti að elta þá uppi…

  2. Thorunn

    18. November 2014

    Þetta er ein besta færsla sem ég hef lesið!

  3. Helga steinarsdóttir

    19. February 2015

    Gaman að þessu :) Ein mikið Múmínsjúk