fbpx

Nýtt í skóskápnum: Camilla Pihl fyrir Bianco

Á ÓskalistanumAnnað DressFallegtLífið MittNýtt í FataskápnumStíll

„Vinkona mín“ Camilla Pihl er mætt í Bianco með skólínuna sína – hún mætti reyndar ekki í eigin persónu en skórnir sem hún hannaði eru komnir og það er því nóg fyrir mig. Ég ákvað að það væri nú í lagi að ég gæfi sjálfri mér smá gjöf í tilefni útkomu fyrsta Reykjavík Makeup Journal í prenti svo ég keypti þessa skó handa sjálfri mér – mér hefur alltaf fundist ég vera sérstaklega góð að velja gjafir ;)

Ég er búin að bíða í ofvæni eftir að skólínan kæmi til landsins og allar týpurnar voru á óskalistanum. En efst á óskalistanum eftir mikla umhugsun voru þó fallegu ökklastígvélin með hrjúfu áferðinni og þau eru nú mín og geta orðið ykkar því skórnir fara formlega í sölu klukkan 10:00 í dag! Það komu ekki mörg pör af skónnum svo drífið ykkur af stað ef ykkur langar í par.

Ég ákvað að plata kallinn í að taka nokkrar skemmtilegar skómyndir af mér í gærkvöldi – þetta var útkoman….

camilla4

Þessi verða held ég bara flott við allt, bæði buxur og kjóla. Sé líka fyrir mér að þeir muni koma vel út við sokkabuxur og kósý knit peysu – helst með rúllukraga.

camilla6

Skórnir eru úr alveg sjúklega flottu og mjúku leðri og ég sé fyrir mér að nota þessa mikið. Nú þarf ég bara að muna að spreyja þá vel með sílikon spreyi til að verja þá í íslenska vetrarveðrinu.

camilla5 camilla7Skórnir eru mjög þægilegir og mér finnst lögunin á þeim svakalega flott. Þessi smá skil sem eru í leðrinu á tánni gerir alveg svakalega mikið fyrir skónna að mínu mati. En sömu skór eru líka til bara með sléttri áferð.

camilla8

Stílhreinir og svo fallegir skór en ásamt þeim komu þrjár aðrar týpur en þið getið séð þær allar HÉR og lesið ykkur aðeins til um innblásturinn á bakvið hönnunina.

Dýrka þá og þessir eru strax orðinir uppáhalds – ásamt hinum Camillu skónnum sem ég keypti líka… – æjj ég gat ekki valið á milli svo ég fékk mér bara tvö pör ;)

EH

Sýnikennsluvideo: Plus frá Clarisonic

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Íris N

    16. October 2014

    Mannstu hvað þessir kosta? Er æðislega flottir :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      16. October 2014

      Þessir eru á 32.990kr – en hverrar krónu virði. Ég var í þeim meirað segja heima í allt gærkvödi, tímdi ekki að fara úr þeim svo ég var í þeim á meðan ég tók uppúr þvottavélinni og tók til í herberginu hans Tinna – ég er alveg in love :)

  2. Jóna

    16. October 2014

    Mjög flottir. Ef ég hefði efni á svona dýrum skóm og fatnaði þá myndi ég kaupa mér þá.

  3. Margrét

    16. October 2014

    Vá, geðveikir! Mig langar líka :)

  4. Þórunn Sif

    19. October 2014

    Vává! Hvílík skvísa!
    Mig dauðlangar annars í þessa og svo ótal marga aðra en er svoo óheppin að vera alltaf á milli númera í Bianco :(