Eftir alltor löng og ömurleg veikindi reif ég mig framúr, skellti á mig farða og varalit til að fela ömurlegu líðanina og fór í útgáfupartý hjá snillingnum mágkonu minni. Hún Rannveig mín var að gefa út sína fyrstu bók – handavinnubók sem inniheldur fullt af æðislegum uppskriftum fyrir prjónaðar slaufur. Rannveig er algjör snillingur og bókin er alveg sérstaklega flott hjá henni og hér er án efa á ferðinni ein flottasta handavinnubókin og þessi er fullkomin í alla jólapakka.
Þar að auki inniheldur bókin þrjár myndir af Tinna Snæ og svo fær nú litli bóðir minn líka sitt pláss í bókinni.
Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég tók í útgáfuboðinu sem var haldið á Te & Kaffi í Austurstræti í gær.
Kominn í partýdressið – að sjálfsögðu með slaufu eftir Rannveigu og hann tók með sér bók – en ekki hvað þetta var nú bókapartý.
Það er möst að knúsa rithöfundinn aðeins***
Fallegar slaufur – það eru uppskriftir fyrir allar þessar flottu slaufur í bókinni.
Afi og Tinni Snær báðir með slaufur eftir Rannveigu en ekki hvað :)
Bókin flotta – forsíðan og letrið alveg fullkomið!
Tinni var hissa að finna sjálfan sig í bókinni – þarna er hann með vinkonu sinni og nöfnu, Tinnu :)
Langa og Langi með Tinna sinn.
Rannveig áritar eintök af bókinni sem seldist upp í boðinu – það er þó auðvitað komin fleiri eintök núna:)
Við mæðginin með framtíðar metsöluhöfundi.
Tinni Snær og afi glugga í bók.
Það var mjög erfitt að ná mynd af þessum saman – Maggi Valur bróðir minn og Tinni Snær.
Bókin er sumsé komin í búðir og ég mæli með að þið flettið í gegnum hana – hún er æðisleg og ég hlakka til að stilla okkar eintaki upp í bókahillunni.
Til hamingju Rannveig – þetta er æðislega flott hjá þér :)
EH
Skrifa Innlegg