Ég hef sjaldan gerst svo fræg að splæsa í blómavasa til að skreyta heimilið. Einu vasarnir sem finnast á mínu heimili eru ódýrir vasar sem ég hef tekið heim með mér úr nokkurm IKEA ferðum. Núna hef ég þó ekki áhuga á því að nota neinn þeirra því í gær gladdi ég sjálfa mig með dásamlega Omaggio afmælisvasanum frá Kahler.
Ég var fljót til að stökkva niðrí Hrím í gær þegar ég fékk póst um að hann væri kominn. Þegar þau í Hrím auglýstu á síðunni sinni að það væri hægt að forpanta vasann ákvað ég að slá til og sendi póst – ég gerði það mjög snemma og stuttu eftir að tilkynningin birtist á samfélagsmiðlum. Ég var ein af fyrstu 40 svo ég fékk einn vasa en ég það eru ábyggilega margir svekktir að hafa ekki fengið einn slíkan. Ég veit nú ekki hvort þeir koma aftur það var ólíklegt þegar ég spurðist fyrir um það í gær en það kemur minni útgáfa af vasanum núna í haust svo fylgist vel með á Instagraminu og Facebook síðu verslunarinnar. Reyndar stendur búðin fyrir leikjum bæði á Instagram og Facebook og ætla í kjölfarið að gefa vasa svo kíkið endilega á það :)
Annars varð ég bara í gær að taka vasann strax upp bara til að njóta hans smá fyrir flutningana sem eru yfirvofandi!! Annars er þvílíkt mikið drasl heima hjá mér og ég sópaði því bara smá til hliðar til að koma fallega vasanum fyrir – já ég er stundum dáldið spes ;)
EH
Skrifa Innlegg