Ég er ábyggilega mesti maskarafíkill sem um getur. Ég elska maskara og allt sem tengist þeim – ég elska hvað enginn maskari er eins og hvernig augnhárin mín eru misjöfn eftir maskaranum sem ég nota.
Núna er nýr uppáhalds maskari í snyrtibuddunni – sá er frá Dior og nefnist Dior Addict It-Lash. Hér neðar sjáið þið video þar sem ég sýni muninn á augnhárunum með maskarann á þeim og aðeins neðar en þar getið þið séð hvernig þið getið átt kost á að eignast ykkar eintak af þessum maskara en fjórir lesendur fá maskara fyrir sig.
En að því sem maskarinn gerir. Hér er á ferðinni gúmmímaskari (ég elska gúmmíbursta!) sem aðskilur ótrúlega vel úr augnhárunum og er þæginlegur í notkun. Stundum er vesen að nota nýja maskara því oft er formúlan svo svakalega fljótandi og hann klessist þess vegna dæmi ég aldrei maskara fyr en í svona 4.-5. skiptið sem ég nota þá. Þessi hins vegar var fullkominn í fyrsta skiptið. Þetta var ást við fyrstu sýn – en greiðan minni óneitanlega á greiðuna sem fylgir vinsælasta maskara heims (They’re Real frá Benefit). Greiðan er því alveg jafn góð á Diornum en formúlan er að mínu mati betri. Hún þéttir augnhárin miklu betur.
Þessi tollir á allan daginn fullkominn. Augnhárin mín eru nákvæmlega eins frá því ég set maskarann á mig á morgnanna og þar til ég tek hann af á kvöldin. Hann fer þó auðveldlega af og sérstaklega með heitu vatni – hann bara rennur af t.d. í heitri sturtu en smitast samt ekki. Hann minnir dáldið á 38° maskarann gamla. Annars nota ég alltaf augnhreinsi til að fjarlægja maskara og þessi rennur líka af auðveldlega og ég verð alls ekki eins og pandabjörn, það fer bara allt í bómulinn.
Á myndunum hér fyrir neðan er ég með tvær umferðir á milli augnháranna…
Hér fyrir neðan sjáið þið þennan gæðagrip sem er með gúmmíbursta með mörgum litlum hárum sem greiðir ótrúlega vel úr augnhárunum. Þéttir þau saman við rótina og teygir út. Svo á toppnum eru líka gúmmíhár sem ég nota til að ná að koma maskaranum alveg uppvið rótina eftir að ég er búin að setja eina umferð á augnhárin sjálf með burstanum láréttum. Með toppnum er líka auðvelt að komast að augnhárunum inní augnkrókunum sem getur oft orðið dáldið klesst en mér finnst þetta ganga eins og smurt með þessum!
Ég verð að koma því hér að að ég var með þennan maskara í gær niðrí bæ á 17. júní – hann er ekki vatnsheldur en samt sem áður var hann enn fullkominn þegar ég kom heim eftir þriggja tíma göngutúr í rigningunni! Maskarinn smitaðist ekkert, hann hrundi ekki, hann var bara alveg eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan.
Á nærmyndinni sjáið þið alveg hvað maskarinn nær að þykkja augnhárin vel þétt uppvið rót augnháranna. Þetta er snilld sérstaklega fyrir þær konur sem eru með ljós augnhár og þá þarf að passa uppá að það myndist ekki ljós rönd við rótina – þetta er svona maskari sem kemur í veg fyrir það.
Ég ráðfærði mig við eina vinkonu mína sem ég vissi að væri búin að prófa þennan maskara. Ég er svo mikill maskarafíkill og ég þurfti eiginlega bara að vera viss um að upplifun mín á maskaranum væri í samræmi við annarra. Henni fannst nákvæmlega það sama og ég – frábær maskari sem smitast ekki og er fullkominn allan daginn!
Eins og ég reyni mikið að gera þá fá fjórir heppnir lesendur þennan stórkostlega maskara til að prófa. Svo ef ykkur líst vel á þennann þá þurfið þið bara að fara eftir eftirfarandi leiðbeiningum og ég dreg út maskarana á föstudaginn!
1. Smella á Like takkann á þessari færslu.
2. Fara inná Facebook síðuna mína – REYKJAVÍK FASHION JOURNAL – og smella á Like takkann ef þið hafið ekki nú þegar gert það.
3. Skrifa athugasemd við þessa færslu með fullu nafni – ef þið eigið einhverja uppáhalds snyrtivöru frá Dior þá væri voða gaman að heyra af því í athugasemdinni – mér finnst svo gaman að forvitnast aðeins :)
Þó þið séuð nýbúnar að kaupa ykkur maskara ekki láta þetta tækifæri framhjá ykkur fara – maður á aldrei nóg af möskurum (ég er yfirleitt með 5-6 maskara í gangi í einu). Passið bara að loka umbúðunum vel og alls ekki pumpa maskara þá endast þeir vel og lengi!
Þessi maskari kemur líka í ótrúlega flottum og björtum litum sem ég hlakka mikið til að prófa fyrir sumarið.
EH
Maskarann fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.
Skrifa Innlegg