fbpx

Video: It-Lash nýr maskari frá Dior

AuguDiorÉg Mæli MeðMakeup ArtistMaskararMyndböndSnyrtibuddan mín

Ég er ábyggilega mesti maskarafíkill sem um getur. Ég elska maskara og allt sem tengist þeim – ég elska hvað enginn maskari er eins og hvernig augnhárin mín eru misjöfn eftir maskaranum sem ég nota.

Núna er nýr uppáhalds maskari í snyrtibuddunni – sá er frá Dior og nefnist Dior Addict It-Lash. Hér neðar sjáið þið video þar sem ég sýni muninn á augnhárunum með maskarann á þeim og aðeins neðar en þar getið þið séð hvernig þið getið átt kost á að eignast ykkar eintak af þessum maskara en fjórir lesendur fá maskara fyrir sig.

En að því sem maskarinn gerir. Hér er á ferðinni gúmmímaskari (ég elska gúmmíbursta!) sem aðskilur ótrúlega vel úr augnhárunum og er þæginlegur í notkun. Stundum er vesen að nota nýja maskara því oft er formúlan svo svakalega fljótandi og hann klessist þess vegna dæmi ég aldrei maskara fyr en í svona 4.-5. skiptið sem ég nota þá. Þessi hins vegar var fullkominn í fyrsta skiptið. Þetta var ást við fyrstu sýn – en greiðan minni óneitanlega á greiðuna sem fylgir vinsælasta maskara heims (They’re Real frá Benefit). Greiðan er því alveg jafn góð á Diornum en formúlan er að mínu mati betri. Hún þéttir augnhárin miklu betur.

Þessi tollir á allan daginn fullkominn. Augnhárin mín eru nákvæmlega eins frá því ég set maskarann á mig á morgnanna og þar til ég tek hann af á kvöldin. Hann fer þó auðveldlega af og sérstaklega með heitu vatni – hann bara rennur af t.d. í heitri sturtu en smitast samt ekki. Hann minnir dáldið á 38° maskarann gamla. Annars nota ég alltaf augnhreinsi til að fjarlægja maskara og þessi rennur líka af auðveldlega og ég verð alls ekki eins og pandabjörn, það fer bara allt í bómulinn.

Á myndunum hér fyrir neðan er ég með tvær umferðir á milli augnháranna…

itlash3

Hér fyrir neðan sjáið þið þennan gæðagrip sem er með gúmmíbursta með mörgum litlum hárum sem greiðir ótrúlega vel úr augnhárunum. Þéttir þau saman við rótina og teygir út. Svo á toppnum eru líka gúmmíhár sem ég nota til að ná að koma maskaranum alveg uppvið rótina eftir að ég er búin að setja eina umferð á augnhárin sjálf með burstanum láréttum. Með toppnum er líka auðvelt að komast að augnhárunum inní augnkrókunum sem getur oft orðið dáldið klesst en mér finnst þetta ganga eins og smurt með þessum!

itlash5

Ég verð að koma því hér að að ég var með þennan maskara í gær niðrí bæ á 17. júní – hann er ekki vatnsheldur en samt sem áður var hann enn fullkominn þegar ég kom heim eftir þriggja tíma göngutúr í rigningunni! Maskarinn smitaðist ekkert, hann hrundi ekki, hann var bara alveg eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan.

itlash4

Á nærmyndinni sjáið þið alveg hvað maskarinn nær að þykkja augnhárin vel þétt uppvið rót augnháranna. Þetta er snilld sérstaklega fyrir þær konur sem eru með ljós augnhár og þá þarf að passa uppá að það myndist ekki ljós rönd við rótina – þetta er svona maskari sem kemur í veg fyrir það.

itlash8

Ég ráðfærði mig við eina vinkonu mína sem ég vissi að væri búin að prófa þennan maskara. Ég er svo mikill maskarafíkill og ég þurfti eiginlega bara að vera viss um að upplifun mín á maskaranum væri í samræmi við annarra. Henni fannst nákvæmlega það sama og ég – frábær maskari sem smitast ekki og er fullkominn allan daginn!

Eins og ég reyni mikið að gera þá fá fjórir heppnir lesendur þennan stórkostlega maskara til að prófa. Svo ef ykkur líst vel á þennann þá þurfið þið bara að fara eftir eftirfarandi leiðbeiningum og ég dreg út maskarana á föstudaginn!

1. Smella á Like takkann á þessari færslu.

2. Fara inná Facebook síðuna mína – REYKJAVÍK FASHION JOURNAL – og smella á Like takkann ef þið hafið ekki nú þegar gert það.

3. Skrifa athugasemd við þessa færslu með fullu nafni – ef þið eigið einhverja uppáhalds snyrtivöru frá Dior þá væri voða gaman að heyra af því í athugasemdinni – mér finnst svo gaman að forvitnast aðeins :)

Þó þið séuð nýbúnar að kaupa ykkur maskara ekki láta þetta tækifæri framhjá ykkur fara – maður á aldrei nóg af möskurum (ég er yfirleitt með 5-6 maskara í gangi í einu). Passið bara að loka umbúðunum vel og alls ekki pumpa maskara þá endast þeir vel og lengi!

Þessi maskari kemur líka í ótrúlega flottum og björtum litum sem ég hlakka mikið til að prófa fyrir sumarið.

EH

Maskarann fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Lífið á Instagram síðustu daga

Skrifa Innlegg

106 Skilaboð

  1. Rakel Magnúsdóttir

    18. June 2014

    Yrði svo hamingjusöm að fá að prófa þennan ! Elska maskarana frá Dior ! :)

  2. Hrefna María Jónsdóttir

    18. June 2014

    Hef sama og ekkert prófað Dior vörurnar og væri því mjög mikið til í að prófa þennan maskara :)

    • Matthildur

      18. June 2014

      Ég elska naglalökkinn frá Dior ♡ Og mikiđ væri dásamlegt ad fá ađ prófa nýja maskarann…hljómar eins og draumamaskari :) Takk fyrir skrifin þín…fróđleg og einlæg ♡

  3. Tinna Dahl Christiansen

    18. June 2014

    Er eins með þessa maskarafíkn, maður á aldrei nóg

  4. Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir

    18. June 2014

    Hef ekki prófað Dior vörurnar en heyrt mjög góða hluti um þær og væri mjög til í að eignast eitt stykki, svo sárvantar mig líka nýjan maskara!

  5. Halldóra Víðisdóttir

    18. June 2014

    Dior maskararnir eru allir mjög góðir.. væri til í að prófa þennan..

  6. Ingunn Embla Axelsdóttir

    18. June 2014

    Á nokkra Dior varaliti en aldrei prufað neitt annað..en væri svo sannarlega til í að prufa þennan maskara! :)

  7. Hilma Rós

    18. June 2014

    Þessi virkar rosalega flottur! Hefði ekkert á móti því að næla mér í einn svona sérstaklega þar sem að ég á afmæli á föstudaginn :)

  8. Sæunn Alda

    18. June 2014

    Mig vantar svo maskara fyrir löngu augnhárin mín sem klessist ekki og hrynur ekki! Hef lítið verið að nota dior vörurnar en ég elska naklalökkin.

  9. Ásta Sigrún

    18. June 2014

    Mínar uppáhaldsvörur eru naglalökkin, elska þau alveg.

  10. Sandra María Ásgeirsdóttir

    18. June 2014

    Hef ekki prófað neinar dior vörur ennþá, væri til í að fá að prófa þennann :)

  11. Sólveig Sara Samúelsdóttir

    18. June 2014

    Mér finnst varalitirnir frá Dior æði :-)

  12. Eva Dögg Hjelm

    18. June 2014

    J’adore Dior. Hef verið tryggur sólarpúðurs-fjárfestir í mörg ár. Langar mjög að prufa þennan maskara, enda er Benefit ‘they’re real’ það bezta sem ég veit í förðunarvörum, missti hökuna í gólf þegar þú sagðir þessa formúlu jafnvel betri!

  13. Íris Grétarsdóttir

    18. June 2014

    Væri mikið til í að prufa þennan! :)

  14. Eygló Hansdóttir

    18. June 2014

    Notaði einu sinni alltaf maskara frá Dior en hef ekki átt lengi. Sýnist þessi vera fullkomin og væri mikið til í að prófa. Er að fara gifta mig í júlí og langar að finna þann eina rétta (þ.e maskara)

  15. Úú ég er líka svona maskara fíkill, alltaf að leita af hinum fullkomna. Uppáhaldið hjá mér frá Dior eru augnskuggarnir :)

  16. Hildur Elín Geirsdóttir

    18. June 2014

    Ég hef alltaf verið ánægð með Dior maskara. Hlakka til að prófa þennan :)

  17. Auður Ásgrímsdóttir

    18. June 2014

    Ég er ekki svo mikil glamúrpía að hafa fengið að kaupa mér vörur frá Dior en mig langar rosalega til að prufa þennan maskara ! :)

  18. Rakel Ósk Ólafsdóttir

    18. June 2014

    Væri æðislegt að eignast þennan, er alltaf að reyna að finna hinn fullkomna maskara :D

  19. Alda Ýr Ingadóttir

    18. June 2014

    Átti einu sinni maskara frá Dior og hann var æði væri allveg til í að prufa annan :)

  20. Sandra Salvör

    18. June 2014

    Notaði alltaf Dior Show maskarann og var mjög ánægð með hann en það er eina Dior varan sem ég hef notað. Væri ekkert smá mikið til í að prófa þennan maskara, hef verið að nota benefit maskarann núna í næstum eitt ár og elska hann, það er besti maskari sem ég hef prófað þannig að fá að prófa einhvern sem er enn betri væri æði :)

  21. Sólveig Ósk Adalsteinsdóttir

    18. June 2014

    Mér hefur alltaf fundist Dior maskararnir teir bestu og reyni ad kaupa einn í hvert skipti sem ég fer í gegnum fríhöfnina í Keflavík. Er ekki enn búin ad prófa tennan en vaeri sko mikid meira til í tad :)

  22. arna þrándardóttie

    18. June 2014

    Elska Dior maskara..

  23. Ásta Björk Birgisdóttir

    18. June 2014

    Á ekkert frá Dior en er einmitt búin að vera að leita að svona endingagóðum og flottum maskara! Kemur hann í brúnum lit?

  24. Elsa Gunnarsdóttir

    18. June 2014

    Mitt uppáhald er Hypnotic Poison ilmurinn :)

  25. Sandra Finnsdóttir

    18. June 2014

    Sæll….. Jafnvel betri en Benefit! usss…. Þennan verð ég bara að prófa, ég er svipuð og þú ég er með 4-5 maskara í gangi hverju sinni, sjúklegt ég veit!
    Annars hef ég verið virkilega ánægð með þær vörur sem ég hef fjárfest í frá Dior, þá helst Diorskin nude farðann og Diorshow Black out maskarann :-)

  26. Björg Guðlaugsdóttir

    18. June 2014

    Hef ekki notað Dior vörurnar mikið hingað til en þessi maskari gæti kannski komið mér á bragðið :) er líka fellow-maskarafíkill þannig mig langar mikið til þess að prófa, sérstaklega eftir svona góð meðmæli! :)

  27. Unnur Ósk Brynjarsdóttir

    18. June 2014

    Ég hef ekki prófað neitt frá dior eins og er :)

  28. Kolbrún Edda Aradóttir

    18. June 2014

    Já takk það væri æði, elska að prófa nýjan maskara. Á engar vörur frá Dior :-(

  29. Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttir

    18. June 2014

    Þetta er æðislegur maskari. Ég las bloggið frá þér um miðnæturopnun Smáralindar um daginn og lét manninn minn vita þar sem hann var að leita sér að stuttbuxum. Hann skellti sér um kl. 23:00 og ég blikkaði hann um að kaupa nýja Dior maskarann handa mér í Hagkaup í leiðinni. Greyið kom frekar pirrað heim eftir mannmergðina klukkutíma síðar með engar stuttbuxur en rétti mér poka með Dior it-lash maskara. Ég hef verið að nota Diorshow og Diorblackout maskarana í mörg ár og ég verð að segja að Dior it-lash slær þeim við. Algjör snilld :) Svo á ég alltaf Dior gloss í snyrtibuddunni.

  30. Bergþóra Lára Hilmarsdóttir

    18. June 2014

    Naglalökkin eru æði! ég væri mikið til í að prófa þennan maskara :)

  31. Silja Guðbjörg Tryggvadóttir

    18. June 2014

    Hef prufað maskara sem ég held að heiti Diorshow Addict, hann var algjör snilld!

  32. Kristin inga

    18. June 2014

    Minn fyrsti maskari var dior maskarinn Dior show! Eg er i halfgerði maskara krisu þessa dagana, þar sem eg er ekki alveg nogu anægð með maskarann minn! Væri ótrulega gaman að fa að profa þennan :)

  33. Dröfn Guðjónsdóttir

    18. June 2014

    Ég elska dior maskarana og naglalökkin

  34. Dröfn Guðjónsdóttir

    18. June 2014

    Ég elska dior maskarana og naglalökkin

  35. Vilborg Jóna Hilmarsdóttir

    18. June 2014

    Á engar Dior vörur en vantar nýjan maskara :)

  36. Elísabet Ósk Stefánsdóttir

    18. June 2014

    Glossarnir frá dior og varalitirnir eru æði!
    Væri mjög til í einn maskara, elska að prófa nýja :)

  37. Gunnhildur Anna Alfonsdóttir

    18. June 2014

    Ég elska Diorskin meikið sem ég er búin að nota í nokkur ár og svo er ég voða skotin í Dior addict extreme varalitnum mínum :)

  38. Hrefna Jónsdóttir

    18. June 2014

    Væri gaman að fá að prófa :)
    Ég átti einu sinni einn maskara frá Dior sem var í silfurlituðum umbúðum en ég man ekki nafnið á honum.. Ég elskaði hann! Svo á ég líka einn förðunarbursta sem ég elska líka!

  39. Sandra Heiðarsdóttir

    18. June 2014

    Ohhh það væri svo geggjað að fá þennan maskara, mér finnst svo erfitt að finna mér góðan maskara þar sem mig klæjar svo oft í augun af þeim og er þá orðin eins og pandabjörn um miðjan dag. Notaði lengi vel Iconic frá Dior og hann er einn besti maskari sem ég hef prófað… Einmitt með gúmmíbursta!! ;)

  40. Sunna Ingimundardóttir

    18. June 2014

    Hef bara átt Dior gloss ,þegar “á allra vörum” àtakið var síðast keypti ég mér og það klàraðist strax :)

  41. Snædís Kristmundsdóttir

    18. June 2014

    Splæsti í nýjan maskara í síðustu viku og hef sjaldan orðið jafn vonsvikin. Það væri aldeilis sárabót að fá svona lúxus til að eyða slæmum minningum ;).

  42. Thelma Lind Guðmundóttir

    18. June 2014

    það væri algjör draumur að eignast þennan :) ég hef aldrei átt Dior snyrtivörur svo það væri gaman að eignast mínu fyrstu :) :)

  43. Laufey Elma Ófeigsdóttir

    18. June 2014

    Hef prufað Dior Show maskarann og fannst hann mjög góður! Væri mjög til í að prufa þennan :)

  44. Fríða Kristín Jónsdóttir

    18. June 2014

    Ég væri mjög mikið til í að prufa þennan! Uppáhalds varan mín væri líklega Diorshow maskarinn góði eða naglalökkin :)

  45. Magnea Ólafs

    18. June 2014

    Ég átti einu sinni alltaf dior maskara sem var í uppáhaldi en hef reyndar ekki notað hann lengi… Væri mjög mikið til í að prófa þennan! :)

  46. Eva Suto

    18. June 2014

    Uppáhalds Dior varan mín er Dior Addict Lip Glow! :)

  47. Ragnhildur Hólm

    19. June 2014

    Vá! Ég væri sjúklega til í þennan. Hef fylgt maskararáðleggingum þínum hingað til og efast ekki um að þessi er alveg eins geggjaður og hinir sem þú hefur mælt með :)

  48. Jensína Kjerúlf Kristinsdóttir

    19. June 2014

    Hef ekki átt vörur frá Dior en væri alveg til í að prófa þennan maskara!

  49. Elísabet Sesselja Harðardóttir

    19. June 2014

    Vá! -Elísabet Sesselja Harðardóttir :)

  50. Hólmfríður Anna Alexandersdóttir

    19. June 2014

    Væri til í að prufa þennan maskara :)!
    Eina varan sem ég hef átt frá Dior var gloss frá þeim sem ég keypti til styrktar hjartaveikra barna, mér fannst hann mjög góður :)

  51. Hildigunnur Einars.

    19. June 2014

    Væri svo mikið til í að prufa þennann maskara, hef aldrei prufað maskara frá Dior :)

    Ég hef bara átt Dior gloss og finnst það æði <3

  52. Ragna Dögg

    19. June 2014

    Já takk er maskarasjúklingur sem elskar maskara. Minn uppáhalds frá dior er búin að vera diorshow maskarinn :)

  53. Jóna Júlíusdóttir

    19. June 2014

    Notaði einu sinni alltaf Diorshow maskarann.
    Hef verið að nota samt Benefit they´re real í svona rúmt ár núna og ég elskann, og að heyra að þessi sé jafnvel enn betri gerir það að verkum að ég er hrikalega spennt að prófa :)

  54. Brynhildur Kristín

    19. June 2014

    Ég hef prófað bæði varaliti og naglalökk frá Dior og líkað mjög vel. Væri gaman að fá að prófa þennan maskara :)

  55. Uppáhalds varan mín frá Dior er Créme de Rose Smoothing Plumping Lip Balm.
    Á ekki mikið að snyrtivörum frá Dior, væri gaman að prófa þennan! :)

  56. Ég hef ekki prófað enn neina vöru frá Dior, hef heyrt marga góða hluti um þennan maskara og lita úrvalið er snilld!

  57. Ksenia

    19. June 2014

    Sammála manni vantar alltaf maskara ;) en uppáhalds vörur mínar frá Dior eru Nude púður og Dior Rouge varalitur í Mazette.

  58. Erla Dröfn Baldursdóttir

    19. June 2014

    Væri alveg til í að prófa þennan, lýtur rosalega vel út.

  59. Eva Lind Rútsdóttir

    19. June 2014

    Vá hvað mig langar að prufa þennan :) er mjög hrifin af diorshow maskaranum :)

  60. Sirra

    19. June 2014

    Vá hvað mig langar mikið til að prófa þennan! Elska að prófa nýja maskara :)

  61. Ingibjörg Jónsdóttir

    19. June 2014

    Ég leyfi mér oftast að splæsa í Diorshow maskarann fyrir jólin og verð aldrei svikin. Er því orðin mjög spennt að prófa þessa dásemd :)

  62. Hólmfríður Magnúsdóttir

    19. June 2014

    Ég væri rosa til í að prófa þennan! Var að kaupa mér They´re real frá Benefit og finnst hann fínn, er samt ekkert að missa mig, en bara búin að nota hann 2x þannig hann á alveg eitthvað inni :)

    En Dior mascarinn overcurl er í miklu uppáhaldi hjá mér, finnst hann algjör snilld og svo hef ég oft keypt mér diorshow… Hálfgerð nauðsyn hjá mér að prófa næst þennan! :)

  63. Guðrún Vald.

    19. June 2014

    Ég á alltaf ódýrustu týpuna af maskara svo það væri alveg gaman að prófa svona flotta tegund. :)

  64. Ragna Björk Kristjánsdóttir

    19. June 2014

    Ég er eins og þú, alveg maskara sjúk og elska það að prófa nýja maskara því ég er alltaf að leita að hinum fullkomna. Ég hef ekki mikla reynslu af Dior snyrtivörum og get því ekki sagst eiga einhverja uppáhalds vöru. En ég væri alveg rosalega til í að prófa Dior maskara. Svo er ég reyndar ofboðslega spennt fyrir þessum í bláu en ég er búin að vera alveg sjúk í bláa maskara undanfarið :-)

  65. Anna Rósa Harðardóttir

    19. June 2014

    Ég er líka maskarafíkill og enn að leita að hinum eina rétta fyrir beinu augnhárin mín :)
    Væri miikið til í að prófa þennan!

  66. Dagný Vilhelmsdóttir

    19. June 2014

    Uppáhaldsvaran frá Dior er klárlega Diorshow maskarinn sem ég hef því miður ekki átt síðan ég flutti að heiman. Núna er einmitt Benefit maskaraprufan mín að klárast svo það væri kærkomið að fá þennan.

  67. Auður Guðbjörg Pálsdóttir

    19. June 2014

    ó hvað ég væri til í að prófa þennan :) ég veit því miður mjög lítið um snyrtivörur, finnst þess vegna svo gaman að lesa bloggið þitt! :)

  68. Embla Rún Björnsdóttir

    19. June 2014

    Ooo mig bráðvantar nýjan maskara, sá sem ég nota núna er orðinn alltof gamall en hann hefur nýst mér vel í gegnum þetta skólaár. Hann heitir Diorshow Iconic :) Væri rosa til í að eignast Dior Addict It-Lash!

  69. Dagný Elísa Halldórsdóttir

    19. June 2014

    Væri rosalega til í að prófa þennan. Ég kaupi mér alltaf Dior maskara og hef prófað þá flesta. Núna er ég að nota diorshow new look og iconic overcurl. Báðir mjög góðir

  70. Alma Rún Pálmadóttir

    19. June 2014

    Úú væri til í að prufa þennan!! Lúkkar vel :) held ég hafi aldrei átt neina snyrtivöru frá Dior :/

  71. Sigríður Freydís Gunnarsdóttir

    19. June 2014

    Væri æði að fá að prófa þennan :)!

  72. Karen Ösp Birgisdóttir

    19. June 2014

    Ég nota alltaf Diorshow blackout maskaran og elska hann! Ég er með mjög viðkvæm augu að mér svíður í þau undan t.d. Loreal. Ég er kaupi mér svo sjaldan snyrtivörur svo ég leyfi mér að splæsa í eitt dýrt :) Væri svo mikið til í að prófa þennan næst!

  73. Lórey Rán Rafnsdóttir

    19. June 2014

    Ég væri mikið til í prófa þennan maskara, er einmitt farið að vanta nýjan maskara – en hef ekki mikla reynslu af Dior og á því enga uppáhaldsvöru af því merki :)

  74. Þórunn Edda Magnúsdóttir

    19. June 2014

    ég nota venjulega Dior Iconic maskarann og finnst hann langbestur, langar mikið til að prófa þennan :)

  75. Ásta Rún Engström Guðmundsdóttir

    19. June 2014

    Elska Dior Iconic overcurl ! Væri samt geðveikt til í að prófa þennann :)

  76. Ragna Dögg Þorsteinsdóttir

    19. June 2014

    ég væri til í að eignast þennan! hef notað Diorshow blackout og hann er mjög flottur en finnst hann klessast of mikið og verð alltaf svört í kringum augun :/

  77. Aníta Lind Björnsdóttir

    19. June 2014

    Uppáhaldsmaskarinn er frá Dior, Diorshow Iconic Overcurl, sá besti sem ég hef prufað so far, vá hvað það væri gaman að prufa þennan!

  78. Auður Ásta Brynjólfsdóttir

    19. June 2014

    Elska Dior Iconic maskarann, væri gaman að prófa þennan :)

  79. Ösp Jònsdòttir

    19. June 2014

    Mikið væri èg til í að prufa þennann fína maskara, dior capture total meikið er svakalega gott og í allgjöru uppáhaldi.

  80. Hildur Gylfadóttir

    19. June 2014

    Ég hef notað concealerinn frá Dior, pennann og er mjög ánægð með hann. Mér sýnist ég verða eignast þennan maskara. Ég er með svo agnarlítil augnhár og fínleg að þessi maskari myndi gera mjög mikið fyrir augnsvipinn.

    Takk fyrir bloggið þitt : )

  81. Ásta Dröfn Björgvinsdóttir

    19. June 2014

    Hef aldrei prófað Dior snyrtivörur en það væri gaman að prófa þennan… því leitinni af hinum fullkomna maskara er ekki lokið hjá mér :)

  82. Rakel Rún Sigurðardóttir

    19. June 2014

    Hef ekki notað mikið af dior vörum nema þá glossin sem eru líka ljomandi fín

  83. Brynja Sóley Stefánsdóttir

    19. June 2014

    Þessi lúkkar geðveikt djúsí :) en uppáhalds Dior varan mín er án efa Nude meikið, það er svakalegt !!

  84. Þórdís Anna Ásgeirsdóttir

    19. June 2014

    Elska maskarana frá Dior ! Búin að prófa þá alla og er ástfangin af hverjum og einum þeirra. Væri til í að fá að bæta þessum í safnið :))

  85. Anna Ester Óttarsdóttir

    19. June 2014

    Ég hef alltaf verið húkkt á Dior möskurunum og er ég búin að prófa þá alla, mér finnst þó Blackout bestur af þeim=) Langar mikið til að prófa nýjasta maskarann :)

  86. Anna Þorleifsdóttir

    19. June 2014

    Ég er alltaf að leita að hinum fullkomna maskara! langar mikið að prófa þennan :)

  87. María Ósk Felixdóttir

    19. June 2014

    Vá væri æðislegt að fá svon maskara þar sem minn er einmitt að klárast :)

  88. Elísabet Hafsteinsdóttir

    20. June 2014

    Ég hef áður prófað Dior Show maskarann en er mjög spennt að prófa þennan! Hef annars lítið notað af Dior vörum í gegnum tíðina svo ég á enga uppáhalds.

  89. Hulda Sóley Ómarsdóttir

    20. June 2014

    Ég á því miður enga snyrtivöru frá Dior en váááá hvað mig langar til þess að prófa þennan maskara! Ég ELSKA They’re Real maskarann frá Benefit og ég er búin að fara í gegnum 4 stykki en því miður þá er alltaf svolítið vesen að nálgast þá, sérstaklega ef maður er ekkert sérstaklega klár að versla á netinu! Ég bara VERÐ að fá að prófa þennan hann lookar ekkert smá djúsí :)

  90. Berglind Dís Guðmundsdóttir

    20. June 2014

    Ég keypti mér Dior naglalakk um daginn og vá, hef bara sjaldan eignast jafn gott naglalakk ! elska það ! :)

  91. Karitas Alfa Stefánsdóttir

    20. June 2014

    Ég hef notað Dior show maskarann bæði vatnsheldann og ekki. rosa góðir! Hef einnig notað Dior new look maskarann, hann er góður líka með litlum gúmmíbursta, fullkominn fyrir neðri augnhárin :) vá hvað ég væri til í að prufa þennan :D

  92. Steinunn Marta Gunnlaugsdóttir

    20. June 2014

    Væri sko til í að prófa þennan!:D

  93. Guðrún Hilmarsdótir

    20. June 2014

    Dior show maskarinn og svo eru naglalökkin frá þeim alltaf í miklu uppáhaldi :)

  94. Snædís Ósk Sigurjónsdóttir

    20. June 2014

    Væri mikið til í að prófa þennan! Er einmitt enn að leita að hinum fullkomna maskara og þessi hljómar mjöög vel. Annars elska ég Dior naglalökkin, þau eru alltaf uppáhalds :)

  95. Inga Kristín Kjartansdóttir

    20. June 2014

    Vá ég hef verið að nota Dior-show mjög ánægð með hann, væri mikið til í að prufa þennan :)

  96. Silja Stefnisdóttir

    20. June 2014

    Ég er alveg sjúk í Dior Addict Extreme varalitina!! svo er reyndar ilmvatnið Dior Addict 2 mitt uppáhald:)
    :)

  97. Tinna Þórsdóttir

    20. June 2014

    Ég elska maskarana frá Dior! Hef prufað flesta og enn hefur enginn þeirra valdið mér vonbrigðum :)

  98. Björk Baldursdóttir

    20. June 2014

    Væri mjög mikið til í að prufa þennan! Elska þegar maskarar renna af í sturtunni. Er mjög hrifin af glossonum frá Dior, sérstaklega á Allra vörum glossinn, þar sem maður er að fá frábæra vöru og styrkja gott málefni :)

  99. Hjördís Rún Gísladóttir

    20. June 2014

    Ég held að ég eigi lítið sem ekkert frá Dior, en lýst mjög vel á hann og væri mikið til í að prófa þennan maskara :)

  100. Thelma Lind Karlsdóttir

    20. June 2014

    Hljómar geggjaður , æðislegt hvað þú færð allt til þess að hljóma vel!

  101. Sigríður

    20. June 2014

    GARG ! aldrei prufað Dior vörur en 38° Kanebo maskarinn minn er á síðustu metrunum ! þennan langar mig að prufa :)

  102. Unnur Árnadóttir

    20. June 2014

    Þessi hljómar æðislega! Er einmitt með ljós augnhár og glími við það vandamál að hafa ljósa rönd við rótina. Það væri alveg draumur að eignast þennann! :)

  103. Íris

    21. June 2014

    Mig vantar svo maskara sem smitast ekki, en síðustu 3 sem ég hef notað hafa gert það. Dior maskarinn sem ég prufaði eitt sinn gerði það ekki og var eiginlega besti maskari sem ég hef prufað en hef ekki keypt hann enn (hann fylgdi með Nýju lífi fyrir nokkru). Því væri gaman að prufa þennan og sjá hvort hann sé jafn góður, já eða betri. :)

  104. Ólína Sigfúsdóttir

    21. June 2014

    Vantar svo nýjan maskara! Væri ekki slæmt að fá að prófa svona flottann :)

  105. Lilja G

    22. June 2014

    Hvaða kinnalit ertu með á þessum myndum, vá hvað hann er flottur!?