Á næsta laugardag ætla nokkrar af mínum uppáhalds vefverslunum að taka höndum saman og vera með POP UP markað á KEX Hostel. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum markaði því ég hef legið yfir verslununum, verslað smá og er nú spennt að fá að sjá vörurnar með eigin augum áður en ég versla þær.
HÉR getið þið séð allt um viðburðinn en hér fyrir neðan er líka smá samantekt á verslununum sem verða á staðnum og hvað er í boði hjá þeim.
Snúran.is – HÉR
Hér er á ferðinni vefverlun sem býður uppá ótrúlega fallega hönnunarmuni fyrir heimilið. Ég er svo hrifin af marmarabakkanum og ljósinu sem er með kopargrindinni held að þetta séu munir sem myndu fullkomna heimilið mitt :)
Nola.is – HÉR
Hér er á ferðinni vefverslun sem ég skrifa mikið um en þar eru tvö af bestu húðvörumerkjunum fáanleg – Skyn Iceland og Embroylisse. Þaðan eru líka skemmtilegu naglalökkin sem breyta um lit og sniðugar hjálparvörur til að fullkomna förðunina ;)
Petit.is – HÉR
Hér eru ein fallegustu barnafötin fáanleg frá merkinu Farg og Form. Ég keypti skýjahúfu og buxur á Tinna Snæ fyrir nokkru síðan – það er einmitt ein mynd af honum í dressinu þarna. Þetta eru föt sem fara svo vel í þvotti, eru alltaf falleg, þæginleg fyrir hann að djöflast í og mér finnst eins og buxurnar stækki með honum. Ég hlakka til að skoða aðrar vörur frá versluninni á markaðnum:)
Esja Dekor – HÉR
Hér er á ferðinni vefverslun með fullt af fallegum munum fyrir heimilið. Ég er ótrúlega hrifin af myndunum eins og þessari af lundanum sem ég hef skrifað um áður og svo finnst mér vörurnar frá Miss Etoile alveg æðislegar!
Andarunginn – HÉR
Er verslun með vörur fyrir börn og merkið sem er mest áberandi heitir 3 Sprouts og býður meðal annars uppá ótrúlega fallegar heimilisvörur fyrir börn. Ég sýndi ykkur einmitt eina af dótakörfunum hans Tinna sem er frá Andarunganum. Ótrúlega fallegir hlutir og ég hlakka til að kaupa fleiri hirslur þegar hann fær sitt eigið herbergi einhver tíman :)
Laugardagurinn hjá mér er að verða þétt skipaður en ég ætla mér samt að mæta á markaðinn. Held að fullkomin byrjun á deginum væri sundferð, fara svo í bæinn í brunch og loks á Pop Up – sjáumst þar!
EH
Skrifa Innlegg