Ég fékk ótrúlega fallega kveðju inná Facebook síðunni minni fyrir stuttu þar sem lesandi bað mig svo um í lokin að setja saman smá lýsingu á því hvernig hægt væri að ná þessari fallegu náttúrulegu förðun. Það er auðvitað minnsta mál í heimi og ég ákvað að skella bara strax í færsluna þar sem förðunin smellpassar fyrir sumarið sem er að koma um helgina :)
Það fyrsta sem ég tek eftir þegar ég horfi yfir húðina hennar er gyllta áferðin sem er auðvelt að ná með því að nota highlighter með gylltum tóni rétt í lokin til að fullkomna áferð húðarinnar. Ég myndi alltaf nota fljótandi ljóma því hann veðrur alltaf miklu náttúrulegri og blandast mun betur við áferð húðarinnar.
En ef við tökum þetta frá byrjun. Húðin hennar er náttúrulega dáldið útitekin því myndi ég fyrir okkur sem erum kannski ekki komnar með sólarkysstu áferðina byrja á því að grunna húðina með lituðu dagkremi sem eykur sólarkysstu áferðina á húðinni sumsé dekkir hana aðeins en á mjög náttúrulegan hátt. Mér finnst ekki mikið annað á húðinni hennar en auðvitað notar maður nú hyljara þar sem manni finnst vanta og svoleiðis :)
Næst myndi ég skyggja andlitið með sólarpúðri með glimmeri. Glimmer segi ég af því glimmeragnirnar endurkasta ljósi í kringum húðina svo fallega af sér og það mun auka við ljóma húðarinnar. Hér myndi ég bara velja hefðbundna skyggingu – undir kinnbein, meðfram kjálka og meðfram hárlínu.
Á augunum virðist vera búið að setja mjög passlegt magn af gylltum augnskugga og mér finnst alltaf náttúrulegra að vera með augnskugga með kremáferð. Það er auðvelt að stjórna þykkt áferðarinnar og að hafa magnið passlegt. Hér er augnskugginn bara settur á augnlokið og aðeins upp eftir augnbeininu.
Ef ég skoða augnhárin þá finnst mér eiginlega bara ekkert af maskara rosalega lítið magn alla vega og kannski er bara passlegt að nota brúnan maskara og hér myndi ég nota lengingarmaskara til að greiða vel úr augnhárunum. Ef þið rýnið vel í augun hennar þá sjáið þið að það eru 3-4 stök augnhár yst hjá henni til að ýkja lengingu augnháranna. Það er mjög passlegt að setja bara nokkur stök til að gera aðeins meira fyrir augun.
Næst myndi ég setja örlítið af bleiktóna kinnalit sem er aðeins útí brúnt. Setjið bara í epli kinnanna og látið hann ná aðeins uppá kinnbeinin til að mýkja enn frekar áferð hans. Nú er komið að því að setja highlighterinn yfir andlitið og hann er settur í + yfir andlitið. Sumsé meðfram nefinu, á hökuna og ennið og svo yfir kinnbeinin öll :)
Með varirnar þá finnst mér eins og þetta sé bara varasalvi með léttum lit og því mæli ég með hér fyrir neðan einmitt svona lituðum varasalva.
Ég setti saman smá mynd af vörum sem mér fannst smellpassa fyrir þetta lúkk. Fyrir neðan tel ég svo vörurnar upp :)
Vörurnar sem þið getið nýtt til að ná lúkkinu:
1. Joli Teint úr Terracotta línunni frá Guerlain. Kremið gefur sterka vörn og fallegan sumarlega lit.
2. Smashbox Halo Highlighting Wand í litnum Gold. Ótrúlega fallegur highlighter sem gefur frísklegan ljóma með gylltri áferð.
3. Kiss og Blush í litnum Rose Frivole. Léttur kremaður kinnalitur sem gefur fallegan lit og náttúrulega áferð.
4. Baby Lips varasalvi í peach lituðum tón.
5. Butterfly sólarpúðrið frá Make Up Store. Púðrið inniheldur örfínar gylltar glimmeragnir sem endurkasta ljósi fallega frá sér.
6. Color Tattoo frá Maybelline í Bold Gold. Fallegur augnskuggi sem smellpassar fyrir lúkkið
7. Stök augnhár til að lengja ykkar frá Eylure fæst hjá nola.is
Ef þið hafið frekari spurningar sendið þá endilega á mig línu. Gulláfðerin er eitt af aðaltrendum sumarsins og því er þetta einmitt förðun sem smellpassar fyrir sumarið. Nú held ég samt bara að ég fari að drífa mig út að njóta sólarinnar. Ef þið eigið kost á því þá ættuð þið að gera það sama!
EH
Skrifa Innlegg