Það er nú meira hvað þið eruð margar áhugasamar um að fá þykkari augabrúnir og nú ætlast ég bara til þess að sem flestir taki áskoruninni og mér fyndist nú bara dáldið gaman að plata þær sem hafa áhuga til að merkja mynd af augabrúnunum sínum á Instagram með #trendaugabrúnir – ef merkingarþáttakan er góð set ég kannski saman smá gjafapakka fyrir flottusut myndina:)
En ég lofaði líka sýnikennslu um hvernig má þétta augabrúnir sem eru að vaxa. Eins hef ég fengið nokkrar fyrirspurnir um hvað er hægt að nota til að flýta fyrir vexti augabrúnanna og algengasta ráðleggingin sem ég hef heyrt er að bera gyllinæðakrem á þær – sjálf hef ég ekki prófað en ef þið hafið það þá langar mig endilega að heyra af árangrinum í athugasemdum hér fyrir neðan:)
Hárin í mínum augabrúnum eru mjög dökk en svo á móti er ég með mjög ljósa húð svo stundum virka augabrúnirnar heldur strjálar. Oft vel ég þá að þétta þær aðeins en það getur verið vandasamt. Dags daglega get ég ekki notað svona púðuraugabrúnalit mér finnst það of mikið, hann tek ég fram þegar tilefnið er meira. Annars nota ég mest litað augabrúnagel en svo inná milli tek ég fram augabrúnablýant. Í augnablikinu er það blýantur frá Estée Lauder sem er í uppáhaldi en hann nota ég í dekksta litnum en hann er dökkbrúnn og ekki of hlýr en samt ekki of kaldur. Hér er smá sýnikennsla frá mér til ykkar um hvernig þið getið aðeins mótað og fyllt inní strjálar augabrúnir á sem náttúrulegastan hátt:
Svona eru mínar augabrúnir alveg ósnertar…
Ég byrja á því að mynda línu þar sem ég vil að marka upphaf augabrúnanna eða útlínur þeirra. Mér finnst gott að byrja að gera þessi strik báðum megin til að passa uppá að ég nái þeim báðum alveg jöfnum.
Afsakið óskýrleikann á myndinni hér fyrir ofan en ég vona að þið náið að sjá þetta nokkurn veginn. Þetta var greinilega eina myndin sem ég náði ekki alveg nógu góðum fókus fyrir;)
Hér er ég sumsé búin að fylla lit innan markanna sem ég gerði í fyrra skrefinu. Blýanturinn sem ég nota þekur ótrúlega vel og er mjúkur svo það er leikur einn að fylla inní brúnirnar.
En af því ég vil ekki hafa brúnirnar of hvassar þá mýki ég litinn með hjálpa eyrnapinna. Þá smudge-a ég litinn til með því að nudda eyrnapinnanum yfir hann. Passið að nutta bara laust og dreifa úr litnum annars er hætta á að þið takið hann bara í burtu. Ég geri það alveg óvart líka en þá bara bæti ég aðeins við aftur það er minnsta mál að redda því:)
Svona þá eru augabrúnirnar mínar tilbúnar – smá munu frá því sem var fyrir ekki satt ;)
Hér er augabrúnaskrúfblýanturinn sem ég nota á myndunum hér fyrir ofan. Ég elska áferðina sem liturinn gefur augabrúnunum mínum því hann er þéttur en augabrúnirnar mínar fá mjúka áferð ekki svona skarpar. Ég get ekki svoleiðis því þá verð ég svo grimm ég er með alveg nógu áberandi litacontrast í andlitinu:) Hér er litur öðrum megin og highlighter hinum megin sem ég set í kringum augabrúnirnar þegar ég er búin að móta þær. Hann sést því miður ekki nógu vel en það styrkir umgjörð þeirra enn frekar að gera það. Litinn þarf aldrei að ydda oddurinn kemur bara örmjór út þegar þið skrúfið litinn upp.
Ég verð að hvetja ykkur aftur eins og áður til að hætta að litaaugabrúnirnar. Það er til svo ótrúlega mikið af góðum augabrúnavörum sem gerir gæfumuninn og augabrúnirnar verða svo miklu fallegri. Ef þið hafið ekki kannski mikinn tíma á morgnanna þá mæli ég með að þvið skoðið lituð augabrúnagel þið eruð enga stund að bera þau á brúnirnar:)
Svona að lokum er einhver sem veit hvort það sé algengt að augnlitur breytist svona seint á ævinni? Ég skil stundum ekki hvaðan þessi græni litur sem birtist núna mun oftar er að koma og mér líður stundum eins og hann sé að taka yfir brúna litinn. Á þessum myndum er hann alla vega miklu meira áberandi en hann hefur nokkru sinni verið!
EH
Skrifa Innlegg