fbpx

Blake Lively í Cannes á Instagram

FashionFræga FólkiðGUCCIStíll

Ég er smá celeb stalker í mér… og ég viðurkenni það fúslega! Ég dýrka að fylgjast með fræga fólkinu á Instagram og það er ein sem er í miklu uppáhaldi hjá mér – leikkonan Blake Lively.

Það er búið að vera sérstaklega gaman að fylgjast með síðunni hennar síðustu daga þar sem hún er stödd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Blake er eitt af andlitum L’Oreal sem er einn af aðalstyrktaraðilum hátíðarinnar og andlit merkisins eru mjög áberandi á hátíðinni. Auk Blake má nefna Jane Fonda, Julianne Moore, Zoe Saldana og Latitiu Casta sem allar eru staddar á hátíðinni.

Ég stal nokkrum skemmtilegum myndum frá Instagrammi stjörnunnar en hana finnið þið undir @iamblakelivelyy. Uppáhalds myndirnar eru án efa þær af fallegu hjónunum…!

Screen Shot 2014-05-16 at 10.41.17 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.41.31 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.41.38 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.41.46 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.45.13 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.45.22 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.45.36 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.45.52 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.45.58 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.46.06 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.46.17 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.46.51 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.46.59 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.47.06 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.47.15 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.47.25 PM

Hún er búin að klæðast svo mörgum fullkomnum kjólum!! Mér finnst Gucci kjóllinn (sá rauði) eiginlega flottastur. Það er eitthvað svo fallegt, fágað og elegant við hann.

Mæli með að þið kíkið á myndir frá rauða dreglinum í Cannes – mér finnst ómissandi að fylgjast með förðunum og kjólunum á þessari hátið alveg eins og Met Gala, Óskarnum og Golden Globes hátíðinni:)

Óska ykkur góðrar helgar – í dag er sumarið hafið fyrir mér þar sem fyrsta brúðarförðun sumarsins hefst uppúr hádegi. Hlakka mikið til að fá að taka þátt í stóra deginum hjá einni yndislegri. Gerir mig líka enn meira spenntari fyrir mínu eigin brúðkaupi.

EH

Mín förðun hjá Andreu

Skrifa Innlegg