fbpx

Helgarlúkkið: Full Exposure er komin aftur!

AugnskuggarAuguÉg Mæli MeðEstée LauderLífið MittlorealLúkkMakeup ArtistMaybellineMitt MakeupSmashboxSnyrtibuddan mínVarir

Ég náði aldrei almennilega að sýna ykkur Full Exposure augnskuggapallettuna mína frá Smashbox en nú er komið að því. Ég verð að segja að augnskuggarnir stóðust mínar væntingar. Þeir eru mjúkir, þéttir, einfaldir í notkun og ég get svo sannarlega tekið undir með öðrum förðunarbloggurum og sagt að þetta eru einir bestu augnskuggar sem ég hef prófað – já ég hef prófað Urban Decay Naked 2 pallettuna og hún er æðisleg. En þessi inniheldur miklu fleirin augnskugga og það besta hún inniheldur fleiri matta augnskugga en það er einn af göllunum við Naked 2 pallettuna að mínu mati – það eru alltof margir sanseraðir augnskuggar.

Hér sjáið þið förðunina sem ég gerði…fullexposure7fullexposurecollage

Að sjálfsögðu er það Full Exposure pallettan sem er í aðalhlutverki en það var sumsé að koma önnur sending af pallettunni. Það komu ekki margar svo ef ykkur langar í þessa er best að hafa hraðar hendur þar sem hún seldist upp á einum degi síðast. Litirnir sem þið sjáið innrammaða á myndinni í efra vinstra horninu eru þeir sem ég notaði í förðunina þó mest þessa sem eru hægra megin á myndinni.

Undir augnskuggana sem ég notaði var ég með eina umferð af Always Sharp brúnum eyeliner líka frá Smashbox – þessir eyelinerar eru ein af mínum uppáhalds snyrtivörum þessa stundina, ég á þá í þremur litum en þeir ydda sig sjálfir!!! En þegar þið skrúfið lokið á þá yddast þeir í lokinu og þegar þið opnið hann aftur er oddurinn fullkominn og búinn að skrúfast aðeins upp – hann er sumsé alltaf eins!

Svo ákvað ég að vera bara með ansi breiða og áberandi eyelinerlínu með Master Precise tússinum frá Maybelline og nóg af maskara, uppáhalds mínum frá L’Oreal – So Couture. Aldrei þessu vant ákvað ég líka að skella gerviaugnhárum til að ýkja mín eigin…

fullexposure3

Varaliturinn er nýr frá Estée Lauder og var að koma í verslanir núna fyrir helgi. Þessi litur er partur af nýrri varalitalínu sem nefnist Pure Color Envy Sculpting Lipstick. Pure Color vörurnar frá Estée Lauder eiga það sameiginlegt að innihalda allar mjög sterkar litaagnir. Þessir varalitir eru fáanlegir í mörgum fallegum litum en ég fékk annan í orange tón sem smellpassar inní sumartrendin!

Varalitur: Pure Color Envy, litur nr. 540 Insolent Plum frá Estée Lauder.

fullexposure12

Augnhárin sem ég notaði heita Siren og eru frá House of Lashes. Ég er ótrúlega hrifin af þessum sérstaklega þar sem bilið á milli háranna er glært og þar af leiðandi eru þau einhvern veginn aðeins náttúrulegri svona við rótina :)

Ég notaði DUO lím til að líma augnhárin en það er besta augnháralímið by far!

fullexposurefullexposure2Ég er dáldið skotin í þessu lúkki en þið?

EH

Bubblegum og sýnikennsla í Make Up Store á morgun

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Ella

    11. April 2014

    Bjútifúl !

  2. Brynja Sóley

    11. April 2014

    Þetta klæðir þig alveg hrikalega vel !!

  3. Guðbjörg

    13. November 2014

    Hæ, hvað ertu að nota á augnabrúnirnar hér?

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. November 2014

      Úff… ég er nú ekki alveg viss en mér sýnist ég vera með einhvers konar púðurlit mjög líklega einn af gömlu augnskuggunum frá Maybelline sem eru ekki til lengur – mono skuggunum. Þar var einn litur sem ég elska útaf lífinu og nota mikið til að móta augabrúnir :)