Í gær opnaði ný skóverslun í Smáralind (við hliðiná VILA svo hún fór ekki framhjá mér;)). Verslunin býður uppá ótrúlega flott úrval af skóm á alla fjölskylduna á fráblæru verði. Ég kolféll fyrir skemmtilegum sumarlegum kúrekastígvélum sem eru fáránlega þæginleg og ein bestu kaup sem ég hef gert í skóbúnaði undanfarið – verðið er fáránlegt og þægindin eru mikil!
Ég fékk mér rauðappelsínugulan lit en þau eru líka til ljósbrún.
Þessi eru mögulega ekki allra en ég er sjúklega ánægð með þau og klæddist þeim í gær við slitnar gallabuxur og skyrtu (annað dress en þið sjáið hér fyrir ofan). Ég hef ekki tölu á því hversu margir stoppuðu mig til að forvitnast um þau í gær – svo þau vekja sannarlega athygli. Það sem mér finnst líka skemmtilegt við þessi er að þau eru líka til í barnastærðum – svo skemmir verðið ekki fyrir en þessi kostuðu mig 6995 kr!!! Svona eru verðin inní búðinni alveg fáránleg miðað við það sem við höfum vanist hér á Íslandi.
Ég fagna þessari verslun og verðunum og hlakka til að fara seinna í dag að næla mér í skó fyrir soninn en það er líka mjög gott úrval á barnaskóm og aftur eru verðin í samræmi við það að maður er að kaupa skó á börn en ekki fullorða. Á á stundum erfitt með að skilja það hvernig barnafatnaður getur kostað jafn mikið og fatnaður á fullorðna ætti ekki að vera minni efniskostnaður…
EH
Skrifa Innlegg