Ég heimsótti nýja deild í Kraum í morgun – Kraum Junior sem er beint til vinstri þegar maður labbar inní verslunina í Aðalstræti eða þar sem súkkulaðið hans Hafliða átti alltaf pláss. Þar er núna að finna dásamlegar vörur fyrir börn frá merkjum eins og As We Grow, Farmers Market og Hring eftir Hring. Ég smellti af nokkrum myndum sem ég ætla að deila með ykkur á næstunni en smám saman munu líka bætast fleiri vörur í verslunina sem verður gaman að fylgjast með.
En í heimsókninni minni féll ég fyrir fallegustu spiladós sem ég hef nokkurn tíman séð. Spiladósin er eftir Margréti Guðnadóttur sem hefur gert mjög fallegar spiladósir í nokkur ár en það sést einmitt glitta í eina slíka á myndinni fyrir neðan. Spiladósirnar hennar spila klassísk íslensk lög og Jökull sem þið sjáið hér fyrir neðan spilar Krummi svaf í klettagjá og snýst mjög rólega í hringi á meðan. Spiladósina er einnig hægt að fá með ljósi innan í en eins og er er bara ein til niðrí Kraum en hún er ekki með ljósi. Jökull kostar 11.500 kr og ég átti mjög erfitt með það að kaupa hana ekki. Þetta er ofboðslega fallegt að gefa t.d. í sængurgjöf. En ástæðan fyrir því að það er ekki til mikið af Jökli er sú að það er víst ekki auðvelt verk að búa hann til. Pappinn er brotinn saman á mjög fallegan hátt og svo er hann límdur á hvíta viðarplötu.
Þetta er virkilega falleg hönnun sem yrði falleg inní barnaherbergi.
EH
Skrifa Innlegg