fbpx

Vorið frá Lancome og Justin Timberlake

AugnskuggarÉg Mæli MeðFallegtLancomeLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Í dag mun ég brosa útaf eyrum í allan dag – mjög líklega bara næstu daga, vikur og mánuði. Ég náði nefninlega miðum á Justin Timberlake í Kórnum í ágúst!! Ég er að bilast úr spenningi og ég er svo fegin því ég var svo stressuð þegar ég sá að miðasala var komin af stað 2 mínútur í 10 í morgun. Ég klúðraði kaupunum held ég tvisvar sökum stress en loksins tókst þetta og ég æpti yfir mig af spenning. Við Aðalsteinn búum bara rétt hjá Kórnum svo það er að sjálfsögðu tilvalið að skella í smá fyrirpartý fyrir okkar fólk sem er á leiðinni á Justin!

En JT fær bara svona að fylgja með í þessari færslu þar sem ég nennti ekki alveg að gefa honum aðra heila færslu :) Tilgangur færslunnar var að segja ykkur frá vorlínunni frá Lancome sem er komin í verslanir.

Línan heitir French Ballerina og hún inniheldur vörur sem eru voðalega fágaðar og fallegar. Ég hef ekkert nema góða reynslu af vörunum frá merkinu og mér finnst alltaf gaman að kíkja til þeirra hjá Lancome til að fræðast um nýjungar og líka góðar vörur sem eru nú þegar til hjá línunni.

Aldrei þessu vant langar mig að byrja á nöglunum. En þegar ég fór til að skoða nýju línuna tók ég eftir því að þær hjá Lancome voru allar með nýja bleika naglalakkið og liturinn var alveg ótrúlega flottur og skær en samt svo þéttur. Mér finnst nefninlega algengt að þegar naglalökk eru skær þá eru þau þunn eða dökkna þegar þau koma á neglurnar. En þær fræddu mig um sniðuga nýjung frá merkinu sem má nánast segja að sé highlighter fyrir neglur. En þetta er eiginlega bara hvítt naglalakk sem er borið undir litinn sem verður í kjölfarið miklu bjartari og flottari.

lancomevor11

Hér er ég með eina umferð af hvíta litnum – Vernis In Love Colour Booster  – og svo eina umferð af bleika litnum – 

lancomecollageHér sjáið þið vörurnar úr línunni sem ég prófaði…

  • Hypnose Doll Eyes, augnskuggapalletta n. D06, Rose Ballerine.
  • Blush Highlighter, sem ég setti ofan á kinnbeinin með skásettum förðunarbursta.
  •  Ombre Hypnôse Dazzling augnskuggi í litnum Spinelle Rose, ég reyndar notaði þennan fallega augnskugga sem kinnalit til að breyta aðeins til!
  • Gloss in Love í lit nr. 302, þetta gloss er með örlitlum bleikum lit.

Ég skellti auðvitað í förðun með vörunum – en ekki hvað!

lancome2collageLancome augnskuggarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér, það er svo ótrúlega einfalt að nota þá og þeir blandast svo fallega saman eins og sést á myndunum hér fyrir ofan. Allir skuggarnir eru sanseraðir en þeir eru með mismiklum glans, ljósari skuggarnir eru yfirleitt með meiri glans en þeir dekkri og þeir aðeins mattari.

Ég er nú enginn glossmanneskja alla vega ekki síðustu árin, en ég er þó að reyna aðeins að breyta því þar sem það er auðvitað aðeins einfaldara að skella gloss á varirnar en varalit. Mér finnst svo magnað að sjá hvað merki leggja mikla áherslu í að gera vandaðan bursta í glossin sín. Gloss in Love burstarnir eru sveigðir og mótaðir þannig að þið leggið þá bara yfir varirnar og burstinn umlykur varirnar svo það kemur miklu fallegri og þéttari áferð á varirnar.

Þessi palletta finnst mér ótrúlega eiguleg og ætti að mínu mati að henta öllum augnlitum. Mér finnst þessir litir líka fullkomnir fyrir tímalausa brúðarförðun – en ykkur?

Ég þarf klárlega að muna að skella í sýnikennsluvideo með ráðum fyrir brúðir á næstunni. Það getur náttúrulega verið dáldið dýrt að bóka förðun á brúðkaupsdaginn en ég mæli engu að síður með því þar sem  það er ábyggilega mjög stressandi að þurfa að gera það sjálf á stóra deginum og maður á það inni að fara í smá dekur. Ég myndi sjálf panta mér förðun – og ég ætla að gera það, ég er meirað segja búin að ákveða hverja ég ætla að biðja þó svo ég sé reyndar ekki búin að segja henni frá því :)

EH

Sunnudagur til sælu!

Skrifa Innlegg