Ég fór með vinkonu í smá verslunarferð í Kringluna í gærkvöldi. Fyrsta stopp var að sjálfsögðu uppáhalds verslunin okkar vinkvennanna, VILA, þaðan labbaði ég út með poka. Það gerist svo sem ekki oft að ég fari þaðan pokalaus út en undanfarið hafa bara komið svo ótrúlega fallegar flíkur – sem hafa verið ómissandi í fataskápinn minn alla vega.
Ég smellti einni snöggri mynd af flíkunum beint uppúr pokanum í gærkvöldi svo þær eru dáldið krumpaðar en vá hvað ég er ánægð með þær!
Jakkinn lengst til vinstri er síður dressjakki með pleather meðfram kraganum. Hann var að koma aftur núna en ég missti af honum síðast og hef séð mikið eftir því að hafa ekki haft vit á því að mæta nógu snemma og eignast hann. Ég er í honum í dag innan undir leðurjakkanum en hann er frekar þunnur svo ég get alveg klætt yfir hann, jakkinn er á 13990kr. Í miðjunni sjáið þið annan þunnan jakka en þessi er alveg opinn og smá svona kimono fílingur í honum en ermarnar eru venjulegar. Ég ákvað að fá mér þennan sandlitaða en ekki svartan – bara til að vera aðeins öðruvísi. Svo er það Grunge me jakkinn er er örþunnur maxi jakki sem er samt eiginlega bara peysa en er samt ekki hlý peysa þannig lagað. Þessari verður gott að klæðast í sumar yfir léttan kjól bara til að skýla aðeins höndunum :)Hér sjáið þið svo betri myndir af Grunge Me jakkanum – hann er dáldið krumpaður á myndinni frá mér. Hann seldist upp á no time síðast þegar hann kom og í gærkvöldi var ekkert mikið eftir af honum en hann kostar bara 5990kr! Frábært verð :)Hér sjáið þið svo kimono jakkann sem ég tók sandlitaðan – hér er hann í svarta litnum. Mjög klæðileg flík sem ég á eftir að nota mikið! Kostar 9990kr.
Ég er alveg yfirhafnajúk þessa dagana en nú þarf ég að fara að hemja mig því það styttist í opnun á nýrri og endurbættri VILA búð í Smáralind þar sem verður stútfull búð af fallegum vörum. Ég hlakka mikið til þess en ég ætla nefninlega að troða mér inn í smá hlutastarf í Smáralindinni yfir opnunar helgina :D Segi betur frá því eftir helgi!
Það er allt lok lok og læs í Smáralind. Ég sakna mikið verslunarinnar og ég fer greinilega bara í Smáralind til að fara í VILA því ég er varla búin að stíga þar inn síðan búðin lokaði. Fór einu sinni núna í vikunni og það var til að sjá hvernig gengi fyrir innan þessar dyr. Þetta lúkkar ótrúlega vel og ég er spennt að sjá hver lokaútkoman verður!
EH
Skrifa Innlegg