Ég var ein af þeim heppnu sem nældi í svarta matta varalitinn sem kom með Punk Couture línunni frá MAC fyrir stuttu síðan. Á örstuttum tíma í kringum það þegar línan kom langaði allt í einu öllum ótrúlega mikið í svartan varalit og það sást vel á örtröðinni sem myndaðist fyrir utan MAC í Kringlunni þegar línan kom í sölu og varaliturinn seldist upp samstundis.
Ég hafði þó ekki enn haft tíma til að prófa litinn almennilega fyr en í gærkvöldi en ég er alveg að fýla hann í botn þó ég muni kannski ekki mæta með hann í vinnuna á morgun. Ég held ég muni sjaldan mæta með hann út meðal almennings en mér fannst ég bara nauðsynlega verða að eiga hann ef ske kynni að ég þyrfti á honum að halda í framtíðinni – þetta var sumsé fjárfesting fyrir framtíðina! Já ég veit ég er skrítin…
En varaliturinn kemur bara svona ágtlega út – hann er örlítið þynnri en ég bjóst við og næst set ég ábyggilega bara svartan eyeliner undir litinn til að þétta varalitinn.
Þessi verður fulkominn líka þegar ég fer að fikta aftur í því að gera vamp varir og svo er ég sannfærð um að hann verði æðislegur í kringum augun með smá smoky áferð.
Hvað finnst ykkur?
EH
Skrifa Innlegg