fbpx

Nú er það svart!

MACmakeupMakeup ArtistSnyrtibuddan mínTrendVarir

Ég var ein af þeim heppnu sem nældi í svarta matta varalitinn sem kom með Punk Couture línunni frá MAC fyrir stuttu síðan. Á örstuttum tíma í kringum það þegar línan kom langaði allt í einu öllum ótrúlega mikið í svartan varalit og það sást vel á örtröðinni sem myndaðist fyrir utan MAC í Kringlunni þegar línan kom í sölu og varaliturinn seldist upp samstundis.

Ég hafði þó ekki enn haft tíma til að prófa litinn almennilega fyr en í gærkvöldi en ég er alveg að fýla hann í botn þó ég muni kannski ekki mæta með hann í vinnuna á morgun. Ég held ég muni sjaldan mæta með hann út meðal almennings en mér fannst ég bara nauðsynlega verða að eiga hann ef ske kynni að ég þyrfti á honum að halda í framtíðinni – þetta var sumsé fjárfesting fyrir framtíðina! Já ég veit ég er skrítin…

En varaliturinn kemur bara svona ágtlega út – hann er örlítið þynnri en ég bjóst við og næst set ég ábyggilega bara svartan eyeliner undir litinn til að þétta varalitinn.

svart svart2 svart3Varalitur: Hautecore – MAC

Þessi verður fulkominn líka þegar ég fer að fikta aftur í því að gera vamp varir og svo er ég sannfærð um að hann verði æðislegur í kringum augun með smá smoky áferð.

Hvað finnst ykkur?

EH

Spennandi förðunarvörur í ilmhúsinu við Aðalstræti

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Gerður Guðrún

    13. February 2014

    Mjög flott, en ég ætla að fá mér svartan velvetines frá Lime Crime þegar þeir koma í mars og svo var ég að fjárfesta í Blow (grænn) DGAF (blár) og By Starlight (fjólublár) frá Melt cosmetics. Svo gaman að rokka öðruvísu litum endrum og eins :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. February 2014

      Elska Lime Crime! Gaman að heyra að það er að koma svartur velvetines – hann er líka kominn þá á óskalistann minn ;)