FW2014 sýningin fór fram í gærkvöldi í klifursal – sjúklega skemmtileg og hrá staðsetning sem passaði flíkunum sem voru sýndar mjög vel.
Fyrst verð ég að taka fram það sem ég hræddist mest við það sem kom niður eftir salnum – skuplur á höfði kvenkyns fyrirsætna…. í alvöru er það eitthvað sem er að koma aftur? Ég hræðist þetta mikið kannski því ég man svo vel eftir því hvað ég var einstaklega hallærisleg 1o-12 ára alltaf með skuplu sem var gerð úr klúti sem við vinkonurnar fengum á einhverjum öskudeginum í Hans Petersen. Æjj ég veit ekki með það alveg. En svo var ég rosalega ánægð að sjá þó nokkrar sokkabuxur í sýningunni líka, allar voru þær grófar og þykkar í fallegum haustlitum. Sjálf elska ég sokkabuxur og klæðist þeim mun meira en t.d. leggings. Það sem mér hefur fundist svo erfitt við margar sýningar er hvað það er meiri áhersla á leggings heldur en sokkabuxur en þarna komu hönnuðir Wood Wood mér skemmtileg á óvar.
Annar var klæðnaðurinn mjög flottur, fallegir haustlitir, þæginleg snið og inná milli komu svona flíkur sem báru af.
Hér sjáið þið myndirnar sem ég tók – eflaust getið þið fundið einhvers staðar betri myndir ;)
Í dag er svo langur dagur en það eru sýningar hjá Designers Remix, Wackerhaus, By Malene Birger og svo loks Stine Goya. Ef þið hafið áhuga á að fylgjast með þessum sýningum endilega addið mér á Instagram – ég er að reyna að vera dugleg að pósta inn þar;) @ernahrund
Nú er best að fara að klára að taka sig til!
EH
Skrifa Innlegg